- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Fyrsti leikur Íslands á fimmtudagskvöld

Leikmenn íslenska landsliðsins fara í dag á sínu fyrstu æfingu í keppnishöllinni en þeir komu til Kaíró seint í gærkvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Kaíró á morgun, miðvikudag. Egypska landsliðið leikur upphafsleik keppninnar er það mætir landsliði Chile í Cario Stadium sports hall fyrir luktum dyrum. Leikurinn hefst klukkan 17. Það verður eini leikurinn sem fram fer á morgun.

Daginn eftir á fimmtudag fer keppnin á fulla ferð í í F, G og H-riðlum mótsins en íslenska landsliðið er í H-riðli ásamt landsliðum Portúgal, Alsír og Marokkó.

Leikjdagskrá Íslands – tímasetningar eru vitanlega miðaðar við klukkuna heima á Íslandi:
Fimmtudagur 14.1 – Portúgal – Ísland, kl. 19.30.
Laugardagur 16.1 – Ísland – Alsír, kl. 19.30.
Mánudagur 18.1 – Ísland – Marokkó, kl. 19.30.

Vonir standa til þess að íslenska landsliðið verði eitt af þeim þremur sem komast áfram í milliriðla. Þá mætir Ísland liðum úr E-riðli. Í þeim riðli eiga sæti, Bandaríkin, Austurríki, Frakkland og Noregur.

Í milliriðlum verður leikið miðvikudaginn 20. janúar, föstudaginn 22. janúar og sunnudaginn 24. janúar. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í átta liða úrslit þar sem útsláttarkeppni hefst. Hér fyrir neðan er hægt að rýna í leiki HM og framhaldið eftir riðlakeppnina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -