- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Grænhöfðeyingar leggja árar í bát – Úrúgvæ fer áfram

Leikmenn landsliðs Grænhöfðaeyja fagna marki í eina leiknum sem þeim tókst að leika á HM 2021 í Egyptalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Grænhöfðaeyja hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, tilkynnti þessa ákvörðun forsvarsmanna handknattleikssambands eyjanna rétt áðan.


Aðeins eru níu leikmenn eftir ósmitaðir af kórónuveirunni í herbúðum landsliðsins sem er í Kaíró og torsótt hefur reynst að fá fleiri ósýkta leikmenn til að mæta til leiks. Samkvæmt reglum IHF, verða að lágmarki að vera tíu leikmenn reiðbúnir í hverju liði til þess að það megi mæta til leiks.
Hópsýking kom upp hjá landsliði Grænhöfðeyingar í æfingabúðum í Portúgal fyrir HM. Þá heltust nokkrir leikmenn úr lestinni auk þjálfarans. Að endingu tókst að skrapa saman 13 leikmönnum til að fara til Kaíró þar sem liðinu tókst að ljúka einum leik, gegn Ungverjum. Daginn eftir kom upp úr dúrnum að fjórir leikmenn af þessum 13 voru smitaðir. Reynt var að sækja liðsstyrk en sú tilraun lánaðist ekki og þess vegna var ekkert annað í stöðunni en að afturkalla þátttökuna á HM.

Þjóðverjum var dæmdur sigur, 10:0 í gær í leik þar sem Grænhöfðeyingar gátu ekki mætt til leiks. Sú verður einnig niðurstaðan í lokaleiknum. Úrúgvæ verður dæmdur 10:0 sigur og fer þar með í milliriðlakeppnina en þetta er í fyrsta sinn sem Úrúgvæ er með á HM í handknattleik karla.
Áður en HM hófst lá í loftinu að Grænhöfðeyingar færu ekki af stað til Kaíró og hollenska landsliðið undir stjórn Erlings Richardssonar fengi þátttökurétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -