- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Hagman skoraði aftur 19 mörk – úrslit og staðan

Frakkinn Deuna Zaadi komin á auðan sjó í leiknum við Pólverja í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Enn einu sinni var boðið upp á markasúpu á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í kvöld þegar landslið Svíþjóðar skoraði 55 mörk hjá landsliði Kasakstastan í síðasta leik fyrstu umferðar í millriðli tvö á mótinu. Kasakar megnuðu þó að skora 20 mörk hjá sænska liðinu en víst að varnarleikur þeirra var alls ekki góður. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 21:10.


Nathalie Hagman skoraði 19 mörk fyrir sænska landsliðið, einu færra en allt landslið Kasakstan. Þetta er annað sinn á mótinu sem Hagman skorar 19 mörk í leik á mótinu. Áður náði hún þessum markafjölda í stórsigri Svía á Púertó Ríkó á sunnudaginn.

Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 19, Emma Lindqvist 7, Elin Hansson 6, Jamina Roberts 5, Olivia Mellegard 5, Daniela De Jong 4, Anna Lagerquist 3, Linn Blohm 2, Nina Dano 2, Carin Stromberg 1, Melissa Petren 1.
Mörk Kasakstan: Irina Alexandrova 7, Dana Abilda 5, Kamila Serikbayeva 2, Kristina Stepanova 2, Alessya Malysheva 2, Natalya Poluyanko 1, Tansholpan Jumadilova 1.


Ólympíumeistarar Frakka halda sínu striki á heimsmeistaramótinu. Þeir létu pólska landsliðið ekki vefjast fyrir sér í kvöld. Lokatölur voru 26:16.
Mörk Frakklands: Pauletta Foppa 5, Alicia Toublanc 4, Allison Pineau 3, Oceane Sercien Ugolin 3, Grace Zaadi Deuna 3, Meline Nocandy 2, Kalidiatou Niakate 2, Orlane Ahanda 1, Tamara Horacek 1, Estelle Nze Minko 1, Lucie Granier 1.
Mörk Póllands: Magda Balsam 3, Romana Roszak 3, Dagmara Nocun 3, Aleksandra Zimny 2, Kinga Achruk 2, Oktawia Plominska 1, Monika Kobylinska 1, Aleksandra Rosiak 1.

Úrslit dagsins og staðan

Millriðill 1:
Rússland – Slóvenía 26:26.
Svarfjallaland – Serbía 25:27.
Frakkland – Pólland 26:16.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 2:
Holland – Rúmenía 31:30.
Noregur Púertó Ríkó 43:7.
Svíþjóð – Kasakstan 55:20.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn:
Angóla – Kamerún 35:24.
Íran – Úsbekistan 32:37.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -