- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Hver situr eftir? – spenna í milliriðli tvö

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Síðustu leikir milliriðlakeppni heimsmeistaramótins í handknattleik kvenna á Spáni fara fram í kvöld. Frakkland og Rússland mætast í uppgjöri um efsta sæti í milliriðli eitt. Lið beggja þjóða eru örugg um sæti í 8-liða úrslitum. Hin liðin fjögur í riðlinum hafa fyrir löngu helst úr lestinni í kapphlaupinu.


Mikil spenna er fyrir hendi í milliriðli tvö. Holland, Noregur og Svíþjóð eiga öll möguleika á sæti í átta liða úrslitum en eitt þeirra mun sitja eftir. Svíar mæta Rúmenum klukkan 17 og verða að helst að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Afar langsótt er að jafntefli dugi Svíum.


Síðasti leikur milliriðils tvö verður á milli efstu liðanna tveggja, heimsmeistara Hollands og Evrópumeistara Noregs. Sigurlið leiksins fer áfram eins og gefur að skilja. Möguleika er á að Holland og Noregur skilji Svía eftir ef þau gera jafntefli. Þá verða þau að skora 32 mörk eða meira og treysta á Rúmenar tapi ekki með meira eins marks mun fyrir Svíum.

Noregur hefur unnið 11 af síðustu 15 leikjum þjóðanna. Hollenska liðið vann hinsvegar báðar viðureignir liðanna á 2019.


Myndin verður nokkuð skýr þegar viðureign Hollands og Noregs hefst vegna þess að þá verður leik Svía og Rúmena lokið.


Milliriðill 1:
14.30 Pólland – Svartfjallaland.
17.00 Serbía – Slóvenía.
19.30 Rússland – Frakkland.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 2:
14.30 Púertó Ríkó – Kasakstan.
17.00 Svíþjóð – Rúmenía – sýndur á ruv.is.
19.30 Holland – Noregur – sýndur á ruv.is.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn:
14.00 Usbekistan – Angóla.
16.30 Kamerún – Íran.
Staðan í riðlunum tveimur í keppninni um forsetabikarinn:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore

Efstu lið riðlanna mætast á miðvikudaginn um forsetabikarinn og jafnframt um 24. sæti mótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -