- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Læknir sænska landsliðsins í einangrun

Leikmenn sænska landsliðsins standa best að vígi í fjórða milliriðli. Veður geta skipast skjótt í lofti í lokaumferðinni í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kórónuveiran gerir ekki mannamun. Enginn er óhultur fyrir henni eins og læknir sænska landsliðsins í handknattleik karla, Daniel Jerrhag, hefur fengið að finna fyrir. Hann er nú kominn í einangrun eftir að hafa greinst jákvæður við skimun. Jerrhag fór í einangrun í morgun eftir að skimun í gær leiddi ljóst að hann var smitaður af veirunni. Niðurstaðan lá fyrir í morgunsárið.


Sænska handknattleikssambandið hefur eftir Jerrhag að hann taki tíðindunum með jafnaðargeði. Hann reiknar með að verða laus úr sóttkví fljótlega. Hann hafi fyrir nokkru veikst af veirunni og væntanlega muni mótefnamæling staðfest að svo sé.

Nokkuð var um að leikmenn sænska landsliðsins væru smitaðir í aðdraganda mótsins og m.a. varð að skilja einn leikmann eftir heima. Þetta er fyrsta smitið sem kemur upp í herbúðum Svía eftir komuna til Kaíró, ef smit skal kalla vegna fyrri sögu læknisins.

Þetta er annað tilfellið á mótinu þar sem maður greinist með veiruna í annað sinn. Hinn var danski handknattleiksmaðurinn Emil Jakobsen. Hann var laus úr einangrun í gær eftir mótefnamæling leiddi í ljós að um gamalt smit væri að ræða, að hann bæri talsvert af mótefum. Jakobson smitaðist þegar hópsýking kom upp hjá dönsku bikarmeisturunum GOG í lok nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -