- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Leikir dagsins og staðan

Halldór Jóhann Sigfússon gefur skipanir til leikmanna Barein á HM 2021. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Leikið verður í milliriðlum eitt og tvö á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í dag auk eins leiks í keppninni um Forsetabikarinn.

Í fyrri milliriðlinum verður fróðlegt að sjá hvort Ungverjar halda sigurgöngu sinni áfram á mótinu en þeir hafa ekki tapað leik til þessa. Þeir verða gestgjafar EM að ári ásamt Slóvakíu og eru greinilega með sterkt lið í uppsiglingu fyrir það mót. Ungverska liðið mætir pólska landsliðinu síðdegis. Í kvöld leikur þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar við landslið Brasilíu og verður að vinna til að halda í veika von um sæti í undanúrslitum.

Í milliriðli tvö verða íslenskir handknattleiksþjálfarar einnig á ferðinni. Persaflóaslagur verður á milli Katar og Barein undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar. Í kvöldleiknum í riðlinum verður Dagur Sigurðsson á ferðinni með sveit sína frá Japan sem fær að glíma við heimsmeistara Danmerkur.

Milliriðill 1:
Úrúgvæ – Spánn, kl. 14.30
Pólland – Ungverjaland, kl. 17
Þýskaland – Brasilía, kl. 19.30


Millriðill 2:
Katar – Barein, kl. 14.30
Argentína – Króatía, kl. 17
Japan – Danmörk, kl. 19.30


Forsetabikarinn:
Túnis – Kongó, kl. 17
Grænhöfðaeyja – Angóla 0:10

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -