- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Leikir laugardags – uppgjör í báðum riðlum

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Talsverð spenna er í milliriðlum eitt og tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á Spáni í dag og í kvöld. Önnur umferð fer fram og að minnsta kosti einn leikur í hvorum riðli getur talist vera uppgjörsviðureign.


Í milliriðli eitt mæta Serbar Ólympíumeisturum Frakka klukkan 17. Serbar eiga enn möguleika á sæti í átta liða úrslitum. Til þess að svo verði þarf serbneska liðið að fá eitthvað út úr leiknum í dag. Eins er æskilegt fyrir Frakka að vinna til að halda efsta sætinu fyrir lokaumferðina á mánudag þegar þeir mæta Rússum. Rússar mega heldur ekki misstíga sig gegn Svartfellingum í dag. Þótt hið unga lið Svartfellinga hafi ekki blómstrað í keppninni er það engu síður sýnd veiði en ekki gefin.

Í milliriðli tvö ríkir mikil eftirvænting fyrir leik grannanna Svía og Norðmanna. Liðin er taplaus í keppninni og eru í hörðum slag við Hollendinga um sætin tvö sem veita keppnisrétt í átta liða úrslitum.

Noregur mætir Hollandi í lokaumferðinni á mánudag. Hollenska liðið leikur við Kasakstan í dag og má telja líklegt að það fari með sigur úr býtum.

Leikir dagsins og staðan

Milliriðill 1:
14.30 Svartfjallaland – Rússland – sýndur á RÚV (aðalrás).
17.00 Serbía – Frakkland.
19.30 Slóvenía – Pólland.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 2:
14.30 Rúmenía – Púertó Ríkó.
17.00 Kasakstan – Holland.
19.30 Svíþjóð – Noregur – sýndur á RÚV2.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn:
14.00 Angóla – Íran.
16.30 Kamerún – Úsbekistan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -