- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM-molar

Gunnar Magnússon og Guðmundur Þórður Guðmundsson hafa gengið í súrt og sætt á stórmótum um árabil. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Íslenska landsliðið í handknattleik karla tekur nú þátt í heimsmeistaramóti í 22. sinn, þar af í 11. skipti á þessari öld.
    Fyrst var Ísland með á HM 1958 í Austur-Þýskalandi. Upphafsleikurinn var gegn Tékkóslóvakíu í 27. febrúar í Hermann Gisler-halle Magdeburg. Tékkar unnu leikinn örugglega, 27:17.
  • Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði fyrsta mark Íslands á heimsmeistaramóti. Hann skoraði alls 44 mörk í 12 leikjum á þremur heimsmeistaramótum og varð fyrstur íslenskra handknattleiksmanna valinn í heimsliðið.

  • Alls eru leikir Íslands á HM orðnir 132. Af þeim hafa 55 unnist, 7 lokið með jafntefli, en 70 tapast.
  • Markatalan er hagstæð, 3.303 mörk skoruð gegn 3.221 marki. Meðaltal 25:24,4.
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3.000 HM-markið gegn Barein 14. janúar 2019 í leik sem Ísland vann með 18 marka mun, 36:18.
  • Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur stýrt íslenska landsliðinu í 33 leikjum á fjórum heimsmeistaramótum. Næstir á eftir eru Þorbjörn Jensson með 15 leiki og Bogdan Kowalczyk og Þorbergur Aðalsteinsson með 14 leiki hvor.
  • Hinn 20. janúar verða liðin 20 ár síðan Guðmundur Þórður stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leik á HM. Íslenska liðið vann Ástralíu með 40 marka mun, 55:15, eftir að hafa verið yfir, 23:6, að loknum fyrri hálfleik í leik sem fram fór í Viseu í Portúgal. Guðjón Valur Sigurðsson skorað 14 mörk í leiknum og setti þá markamet Íslendings á HM. Heiðmar Felixson var næstur með 10 mörk.
  • Snorri Steinn Guðjónsson hefur af Íslendingum skorað flest mörk í leik á HM. Hann skoraði 15 mörk gegn Dönum í framlengdum leik í Hamborg á HM 2007, tap 42:41.
  • Hallsteinn Hinriksson var landsliðsþjálfari Íslands á fyrsta heimsmeistaramótinu sem landsliðið tók þátt í árið 1958. Hann var einnig þjálfari landsliðsins þremur árum síðar 1961, alls níu leikir á tveimur mótum. Sonur Hallsteins, Geir, lék með íslenska landsliðinu á HM 1970, 1974 og 1978. Sonarsonurinn, Logi, tók þátt í HM 2005 og 2007.

  • Markahæsti leikmaður Íslands á HM er Guðjón Valur Sigurðsson með 294 mörk í 57 leikjum. Hann er þriðji markahæsti leikmaður í sögu HM. Af Íslendingum er Ólafur Stefánsson næstur á eftir Guðjóni Val með 227 mörk í 54 leikjum.
  • Guðjón Valur á jafnframt flesta HM-leiki af íslenskum handknattleiksmönnum, 57 leikir frá 2001 til og með 2017.
  • Af núverandi leikmönnum landsliðsins hefur markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson leikið flesta HM-leiki, 40, á sex mótum. Björgvin Páll er að taka þátt í sjöunda heimsmeistaramótinu í röð. Hann er einnig markahæstur markvarða Íslands á HM með sex mörk, þar af þrjá HM í Egyptalandi fyrir tveimur árum.
D-riðill (Kristianstad)
12.janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14.janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16.janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -