- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Nokkuð hreinar línur – úrslit og staðan

Carmen Martín fyrirliði spænska landsliðsins fagnar í leiknum við Króata. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir leiki kvöldsins í milliriðli þrjú og fjögur á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik liggur fyrir hvaða fjögur lið fara áfram í átta liða úrslit mótsins. Um er að ræða landslið Brasilíu, Danmerkur, Spánar og Þýskalands. Lokaumferðin á sunnudaginn mun fyrst og síðast snúast um hvert þessara liða fer taplaust inn í átta liða úrslit því öll eiga þau sammerkt að hafa unnið alla leiki sína í mótinu til þessa.


Markvörðurinn Sandra Toft kæfði veikar vonir Tékka um að veita Dönum keppni í lokaleik kvöldsins í milliriðli þrjú. Toft fór á kostum og varði 18 skot, eða rúmlega helminginn af þeim skotum sem á mark hennar barst. Toft og Althea Reinhardt hafa skipst á að loka danska markinu í leikjum keppninnar til þessa.

Fyrir leikinn í kvöld voru Danir öruggir um sæti í átta liða úrslitum. Þjóðverjar sáu til þess þegar þeir slökktu síðustu vonir Suður Kóreubúa um miðjan daginn með níu marka sigri, 37:28.


Danir tóku Tékka í kennslustund með Toft í aðallhlutverki, 29:14, voru lokatölur.


Ungverjar lögðu Kongóbúa eins og flestir áttu von á, 30:22.


Í milliriðli fjögur unnu Spánverjar liðsmenn Króatíu, 27:23. Þar með slokknaði síðasta vonarglæta Króata um sæti í átta liða úrslitum.

Japan vann vængbrotið lið Austurríkis, 32:30, og geta þakkað markverði sínum, Abinaomi Osawa, fyrir sigurinn en hún lék afar vel í sínum fyrsta leik á alþjóðlegu móti.

Úrslit dagsins og staðan

Millriðill 3:
Suður Kórea – Þýskaland 28:37.
Mörk Suður Kóreu: Migyeong Lee 6, Eun Hee Ryu 4, Jiyoung Song 4, Hyesoo Song 3, Jinyi Kim 3, Eunjoo Shin 2, Sora Kim 2, Sara Oh 1, Suyeon Jo 1, Yedam Oh 1, Ji In Jung 1.
Mörk Þýskalands: Emily Bölk 8, Alina Grijseels 8, Julia Maidhof 5, Meike Schmelzer 5, Xenia Smits 3, Antje Lauenroth 3, Johanna Stockschlader 2, Amelie Berger 1, Alicia Stolle 1, Mia Zschocke 1.

Ungverjaland – Kongó 30:22.
Mörk Ungverja: Szimonetta Regina 8, Viktoria Lukacs 7, Greta Kacsor 4, Petra Vamos 4, Greta Marton 3, Eszter Toth 1, Petra Tovizi 1. Csenge Reka Fodor 1, Noemi Hafra 1.
Mörk Kongó: Betchaidelle Ngombele 7, Diane Gaelle Yimga 6, Rita Luana Saraiva 3, Patience Okabande 2, Kimberley Rutil 1, Avelle Martinese 1, Neida Klenn Divoko 1, Richca Miche Obangue 1.

Tékkland – Danmörk 14:29.
Mörk Tékka: Sara Kovarova 4, Marketa Jerabkova 3, Veronika Mala 2, Adela Striskova 1, Dominika Zachova 1, Jana Knedlikova 1, Michaela Holanova 1, Charlotte Cholevova 1.
Mörk Dana: Emma Cecilie Friis 4, Lærke Pedersen 3, Kathrine Heindahl 3, Line Haugsted 3, Simone Catherine Petersen 3, Simone Bohme 2, Louise Burgaard 2, Rikke Iversen 2, Mette Tranborg 2, Kristina Jørgensen 2, Michala Elsberg Møller 2, Trine Østergaard Jensen 1.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 4:
Argentína – Brasilía 19:24.
Mörk Argentínu: Elke Josselinne Karsten 5, Malena Cavo 4, Manuela Pizzo 3, Macarena Gandulfo 2, Luciana Mendoza 2, Giuliana Gavilan 1, Micaela Casasola 1, Lucia Dalle Crode 1.
Mörk Brasilíu: Patricia Matieli 9, Jessica Ribeiro 5, Bruna De Paula 4, Larissa Araujo 2, Giulia Guarieiro 2, Tamires Araujo 1, Adriana Cardoso 1.

Japan – Austurríki 32:30.
Mörk Japans: Maharu Kondo 7, Saki Hattori 6, Kaho Nakayama 5, Hikaru Matsumoto 5, Natsuki Aizawa 4, Naoko Sahara 2, Natsumi Akiyama 2, Mana Ohyama 1.
Mörk Austurríkis: Ines Ivancok 8. Patricia Kovacs 6, Mirela Dedic 5, Johanna Schindler 5, Fabienne Tomasini 4, Johanna Reichert 1, Stefanie Kaiser 1.

Króatía – Spánn 23:27.
Mörk Króata: Valentina Blazevic 7, Ana Debelic 4, Ana Turk 3, Stela Posavec 2, Larissa Kalaus 2, Katarina Jezic 2, Tena Petika 2, Andrea Simara 1.
Mörk Spánar: Alexandrina Cabral 6, Carmen Dolores Martin 4, Soledad Lopez Jimenez 4, Carmen Campos Costa 4, Irene Espinola Perez 4, Ainhoa Hernandez 3, Alicia Fernandez 1, Maitane Echeverria 1.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn:
Slóvakía – Paragvæ 33:27

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -