- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Skoruðu aðeins sjö mörk hjá Evrópumeisturunum

Serbneska landsliðið heldur áfram að fagna á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eins og við mátti búast þá fengu leikmenn Púertó Ríkó slæma útreið er þeir mættu Evrópumeisturum Noregs á heimsmeistaramóti kvenna í dag í milliriðli tvö. Púertó Ríkó-búar hafa fengið slæma útreið í nokkrum leikjum keppninni. Í kvöld skoruðu þeir aðeins sjö mörk, þar af fjögur í síðari hálfleik. Norska liðið skoraði 43, þar af 21 í fyrri hálfleik.


Leikmenn Púertó Ríkó skoruðu mörkin sín fjögur í síðari hálfleik í síðasta stundarfjórðungnum.


Mörk Noregs: Sanna Solberg-Isaksen 10, Camilla Herrem 8, Marit Jacobsen 5, Maren Aardahl 4, Vilde Ingstad 4, Moa Høgdahl 3, Emilie Hovden 3, Henny Reistad 2, Emilie Hegh Arntzen 1, Veronica Kristiansen 1, Nora Mørk 1, Kristine Breistøl 1.
Mörk Púertó Ríkó: Sheila Hiraldo 2, Lizabeth Rodriguez 2, Nathalys Ceballos 2, Zuleika Fuentes 1.

Serbum tókst að snúa leik sínum við Svartfellinga upp í sigur á lokakaflanum eftir að Svartfellingar höfðum lengst af verið með yfirhöndina.


Lokatölur, 27:25, fyrir Serba sem voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 18:14.


Þar með er alveg ljóst að Svartfellingar eiga enga von um sæti í undanúrslitum. Serbar eiga enn von með sín fjögur stig eftir þrjá leiki en þeir eru í þriðja sæti milliriðils eitt á eftir Frökkum og Rússum.


Mörk Svartfellinga: Jovanka Radicevic 8, Ivona Pavicevic 5, Sanja Premovic 4, Itana Grbic 4, Matea Pletikosic 2, Tatjana Brnovic 2.
Mörk Serbíu: Tamara Radojevic 8, Jovana Stoiljkovic 7, Andela Janjusevic 4, Aleksandra Stamenic 3, Kristina Liscevic 2, Natasa Lovric 2, Jovana Risovic 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -