- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Úrslit dagsins og lokastaða

Sænska landsliðið mætir Króatíu í átta liða úrslitum HM í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkland, Noregur, Svíþjóð og Egyptaland tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Egyptalandi. Frakkar unnu öruggan sigur á Portúgal sem hafði að litlu að keppa að þessu sinni eftir að ljóst varð að Norðmenn unnu Íslendinga. Þar með var ljóst að portúgalska liðið átti ekki lengur möguleika á að komast áfram í keppninni.


Svíar voru öruggir áfram. Þeir létu Landsliðs Rússlands ekkert slá sig út af laginu í dag. Fjórtán marka munur var niðurstaðan í leik liðanna 34:20. Meiri spenna var í keppninni um annað sætið á milli Slóvena og Egypta. Slóvenar voru stigi á eftir Egyptum. Þeim nægði ekki annað en sigur. Þrátt fyrir að talsvert sé um magakveisu innan landsliðs Slóvena og þrír sterkir leikmenn úr leik af þeim sökum tókst þeim að velgja Egyptum undir uggum. Heimamenn voru sterkari á endasprettinum og halda áfram keppni en Slóvenar eru á heimleið af mótinu eins og fleiri.
 
Milliriðill 3:
Alsír – Sviss 24:27 (13:15)
Ísland – Noregur 33:35 (18:18)
Portúgal – Frakkland 23:32 (12:16)


Milliriðill 4:
Hvíta-Rússland – Norður-Makedónía 30:26 (14:14)
Slóvenía – Egyptaland 25:25 (12:8)
Landslið Rússlands – Svíþjóð 20:34 (8:17)

Forsetabikarinn, riðill 2:
Marokkó – Chile 17:28 (12:14)
Suður-Kórea – Austurríki 29:36 (14:18)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -