- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM18: Fara fullar sjálfstrausts á framandi slóðir

- Auglýsing -

„Við förum út með hóflegar væntingar en um leið háleit markmið um að gera betur en í fyrra og bæta okkar leik. Við tökum þátt í mjög erfiðum riðli, nánast eins og fyrir ári síðan á EM,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari 18 ára landsliðs kvenna í handknattleik þegar handbolti.is náði tali af henni skömmu áður hún fór með hóp sinn til Chuzhou í suðausturhluta Kína þar sem 18 ára landsliðið hefur þátttöku á heimsmeistaramótinu á miðvikudagsmorgun að íslenskum tíma.

Horfum til fyrsta leiksins

„Við mætum meðal annars Tékklandi og Þýskalandi í tveimur fyrstu umferðunum. Það verða mjög krefjandi leikir. Þjóðverjar eru með eitt sterkasta liðið í þessum flokki. Við horfum aðeins á fyrsta leikinn gegn Tékklandi með von um að koma á óvart,“ sagði Rakel ennfremur en auk Tékklands og Þýskalands er Gínea með í H-riðli þeim sem íslenska liðið dróst í.

Leikið verður í átta fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu að lokinni riðlakeppninni áfram í hóp sextán efstu en tvö þau neðri leika um sæti 17 til 32. Eins og áður segir hefst mótið á miðvikdaginn, 14. ágúst, og lýkur 11 dögum síðar.

Fyrstu leikir Íslands á HM 18 ára landsliðs kvenna:
14. ágúst: Ísland - Tékkland, kl. 08.00.
16. ágúst: Ísland - Þýskaland, kl. 06.00.
17. ágúst: Ísland - Gínea, kl. 08.00.
- Leiktímar eru miðaðir við klukkuna á Íslandi.
- Handbolti.is hefur í hyggju að með textalýsingar frá leikjum íslenska landsliðsins. Einnig verður hægt að tengjast ókeypis streymi frá leikjum Íslands í gegnum handbolti.is.

Með sjálfstraust

„Liðið hefur verið í framför í sumar eftir að hafa æft vel. Við erum bjartsýn og förum með sjálfstraust inn í mótið,“ sagði Rakel Dögg ennfremur.

Rakel Dögg segir að mikill undirbúningur liggi að baki þátttökunni og því að fara með fjölmennan hóp á heimsmeistaramót í Kína. „Sjálf hef ég skilað inn sex að sjö myndum af mér og passanum mínum til þess að fá leyfi til að komast inn í landið.

Margt nýtt

Hvað sem því líður þá verðum við að vera fljót að aðlagast. Tímamunurinn á Kína og Íslandi er mikill, menningamunur er talsverður. Við þekkjum ekki umhverfið eða hvernig maturinn verður. Við verðum að vera tilbúnar að mæta ýmsu,“ sagði Rakel og bætir við að stúlkurnar í liðinu hafi eins og aðrir sem í för verða með liðinu búið sig eins vel og kostur er undir breytingar.

Verður mikil lífsreynsla

„Maður fær ekki á hverjum degi boð um að koma til Kína og keppa þar. Við horfum til þeirrar staðreyndar með stelpunum að þetta verður mikil lífsreynsla fyrir þær,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari U18 ára landsliðs kvenna í samtali við handbolta.is.

Nánar er rætt við Rakel Dögg á myndskeiðinu efst í fréttinni.

Íslenska hópinn á HM skipa

Markverðir:
Elísabet Millý Elíasardóttir, Stjörnunni.
Ingibjörg Hauksdóttir, Flint Tønsberg.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Aðrir leikmenn:
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, Ikast.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Val.
Ágústa Rún Jónasdóttir, Val.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Val.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Stjörnunni.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Val.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Kristbjörg Erlingsdóttir, Val.
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukum.

Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðaþjálfari.
Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, liðsstjóri.
Arnar Pétursson, fararstjóri.

HM18: Lagt af stað til keppni í Kína – fyrsti leikur á miðvikudag

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -