- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM18: Hafa búið sig undir viðureign við þýska landsliðið

Frá æfingu U18 ára landsliðsins í Chuzhou í Kína. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Stúlkurnar í U18 ára landsliðinu í handknattleik hafa nýtt daginn vel með þjálfarateymi til þess að búa sig undir næstu viðureign á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Chuzhou í Kína. Klukkan 6 í fyrramálið að íslenskum tíma mæta þær þýska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppninnar.

Allt verður lagt í sölurnar til þess að ná fram sem bestri frammistöðu gegn sterku liðið Þjóðverja og gera betur en í fyrsta leiknum við Tékka í gærmorgun.

Handbolti.is verður með textalýsingu frá leik Íslands og Þýskalands. Einnig standa vonir til þess að hægt verði vera með streymi frá leiknum. Textalýsing og streymi fer í loftið um kl. 5.30 í fyrramálið, hálftíma fyrir leik eða þar um bil. 

Þjóðverjar lögðu landslið Gíneu í fyrstu umferð, 42:18, en íslenska liðið tapði fyrir Tékklandi, 28:17.

Íslenska liðið mætir Gíneu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar á laugardagsmorgun. Milliriðlakeppni tekur við á sunndaginn.

Hér fyrir neðan eru nokkrar HSÍ-myndir frá deginum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -