- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM18: Erfiður fyrri hálfleikur í Chuzhou – 11 marka tap fyrir Tékkum

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir sækir vörn Tékka og Ágústa Rún Jónasdóttir er við öllu búin á línunni. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið tapaði með 11 marka mun, 28:17, fyrir landsliði Tékklands í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti 18 ára landsliða kvenna í Chuzhou í Kína í morgun að íslenskum tíma. Sviðskrekkur var í íslensku stúlkunum í fyrri hálfleik og voru þær 12 mörkum undir að honum loknum, 16:4, eftir að hafa m.a. ekki skorað mark síðustu 10 mínútur hálfleiksins auk þess sem liðið tapaði boltanum 13 sinnum.

Næsti leikur íslenska liðsins verður gegn Þýskalandi á föstudagsmorgun. Flautað verður til leiks klukkan 6 að morgni að íslenskum tíma, 14 að staðartíma í Chuzhou. Þýska landsliðið vann Gíneu eldsnemma í morgun, 42:18.

Íslenska liðið var fjarri sínu besta í fyrri hálfleik gegn Tékkum í morgun enda var niðurstaðan að honum loknum eftir því. Tékkar vörðust vel og skoruðu hvað eftir annað úr hraðaupphlaupum. Ekki bætti úr skák hjá íslenska liðinu að missa þrjá leikmenn af velli í tvær mínútur á fyrsta stundarfjórðungi leiktímans. Fyrst og síðast komu tapaðir boltar íslenska liðinu í koll.

Íslenska liðið lét ekki hug falla eftir slæman fyrri hálfleik. Leikmenn hertu upp hugann og léku mikið betur í síðari hálfleik, jafnt í vörn sem sókn með þeim afleiðingum að það tókst að hafa í fullu tréi við leikmenn Tékka og sleppa betur frá leiknum en útlit var fyrir að loknum fyrri hálfleik.

Mörk Íslands: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 3, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2/1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Kristbjörg Erlingsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Milly Elíasardóttir 6, 38% – Ingunn María Brynjarsdóttir 4/1, 20%.

Mörk Tékklands: Claudia Rampová 6/2, Anna Kocová 4, Vikktorie Pejsová 4, Markéta Polanková 3, Viktorie Vrbková 2, Natálie Baborovksá 2, Eliska Skárková 2, Tereza Pazderová 2, Zuzana Malcolvá 1, Melisa Holenáková 1, Terezla Pospsilová 1.
Varin skot: Nikola Fadrná 14/1, 56% – Adéla Chvátalová 3, 33%.

HMU18 kvenna – leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit, lokastaðan

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -