- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU18: Ethel Gyða er í efstu sætum

Ethel Gyða Bjarnesen markvörður U18 landsliðsins. Mynd/IHF
- Auglýsing -
  • Ethel Gyða Bjarnasen, annar af markvörðum íslenska landsliðsins, er í öðru sæti á lista yfir markverði á HM U18 ára landsliða sem varið hefur hlutfallslega flest skot. HK-ingurinn hefur verið annað hvert skot sem á markið hefur komið á þeim tíma sem hún hefur staðið á milli stanganna í keppninni, 34 af 68 skotum, 50%. Þetta er samkvæmt tölfræðisamantekt mótshaldara heimsmeistaramótsins.
  • Efst á lista er egypskur markvörður, Yathreb Walid Sayed. Hún hefur varið 57% skota, 12 af 21. Dana Frisendal frá Noregi er í þriðja sæti með 46%, 18 skot af 39. Bæði Sayed og Frisendal hafa staðið mikið styttri tíma í markinu en Ethel Gyða.
  • Þegar eingöngu er litið til fjölda varinna skota þá er Elnaz Yarmohammadtouski frá Íran, sem mætir íslenska liðinu í dag, efst. Hún hefur varð 40 skot í keppninni, 40% hlutfall.


  • Ethel Gyða er jöfn Ninu Tilliacher frá Austurríki í öðru til þriðja sæti í fjölda skota. Hvor þeirra hefur varið 34 skot. Ethel Gyða er með 50% hlutfall eins og áður segir. Sú austurríska með 33%.
  • Ethel Gyða er í öðru sæti yfir hlutfallslega flest varin vítaköst á HM til þessa. Hún hefur varið fjögur af átta vítaköstum sem hún hefur spreytt sig á. Þar á meðal er vítakastið mikilvæga á síðustu sekúndum jafnteflisleiksins við Svartfellinga á sunnudaginn.
  • Ethel Gyða hefur hlutfallslega varið flest skot af línunni af öllum markvörðum keppninnar, níu af ellefu, 81,8%.

Írönsk stúlka hefur skorað mest

  • Íranska stúlkan Fatemeh Merikhi er markahæst á mótinu ásamt Sevinch Erkabaevu frá Usbekistan. Þær hafa skorað 28 mörk hvor í þremur fyrstu leikjum mótsins. Kim Minseo frá Suður Kóreu er skammt á eftir með 27 mörk.


  • Merikhi frá Íran hefur skorað níu mörk úr vítaköstum. Hún verður í eldlínunni með íranska landsliðinu gegn Íslandi í dag.
  • Lilja Ágústsdóttir er markahæst í íslenska landsliðinu. Hún hefur skorað 17 mörk og er í 24. sæti. Tólf marka sinna hefur Lilja skorað úr vítaköstum. Markaskorun íslenska liðsins hefur dreifst vel á milli leikmanna.
  • Íslenska landsliðið mætir Íran í milliriðlakeppni HM klukkan 16.30 í dag. Handbolti.is verður með textalýsingu frá leiknum eins og fyrri viðureignum Íslands á mótinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -