- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU18: Ísland leikur um sjöunda sæti á HM

Stórhluti U19 ára landsliðsins er skipaður leikmönnum sem lék á HM U18 ára landsliða í sumar. Mynd/Brynja
- Auglýsing -

U18 ára landsliðið í handknattleik kvenna leikur um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik á miðvikudaginn við annað hvort Egypta eða Svía. Þetta liggur fyrir eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Frökkum með þriggja marka mun, 32:29, í krossspili um fimmta til áttunda sætið í Jane Sandanski – íþróttahöllinni í Skopje í dag. Í kvöld verður ljóst hvor andstæðingurinn verður en víst er að leikurinn hefst klukkan 10 árdegis að íslenskum tíma.


Frakkar leika um fimmta sæti mótsins við sigurliðið úr viðureign Svíþjóðar og Egyptalands.


Frakkar voru sterkari í leiknum við Íslendinga í dag frá upphafi til enda. Þeir byrjuðu betur og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkunum. Íslensku stúlkunum tókst ná góðum kafla og komst yfir í tvígang, 11:10 og 12:11. Frakkar sneru við taflinu og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14.


Allan síðari hálfleikinn voru Frakkar yfir. Íslensku stúlkunum tókst að minnka muninn í nokkur skipti í þrjú mörk en komust ekki nær. Frakkar áttu einfaldlega meira eftir á orkutankinum þegar upp var staðið.


Ekki bætti úr skák hjá íslenska liðinu að örvhenta skyttan sterka, Tinna Sigurrós Traustadóttir, meiddist, fékk högg á andlit, þegar á leið síðari hálfleikinn og kom ekkert meira við sögu. Ekki liggur fyrir hvort atvikið hamli þátttöku hennar í síðasta leiknum.


Mörk Íslands: Katrín Anna Ásmundsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.

Varin skot: Ethel Gyða Bjarnesen 6/1, Ingunn María Brynjarsdóttir 4.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -