- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU18: Mæta Egyptum á miðvikudagsmorgun

Elín Klara Þorkelsdóttir og stöllur í U18 ára landsliðinu leika við egypska landsliðið um 7. sætið á HM á miðvikudaginn. Mynd/IHF
- Auglýsing -

U18 ára landslið Íslands mætir landsliði Egyptalands í leiknum um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu á miðvikudaginn. Það var staðfest í kvöld eftir að lið Egypta tapaði naumlega fyrir landsliði Svíþjóðar, 30:27, í krossspili um fimmta til áttunda sæti mótsins.


Viðureign Íslands og Egyptalands hefst klukkan 10 árdegis að íslenskum tíma á miðvikudaginn, 12 að staðartíma í Skopje. Leikurinn fer fram í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í borginni, þjóðarhöll Norður Makedóníu.


Sænska landsliðið, sem íslenska landsliðið vann í riðlakeppninni, leikur við Frakka um fimmta sætið.


Danmörk og Suður Kórea leika um gullverðlaunin. Danir kjöldrógu Hollendinga, 36:21, í undanúrslitum í kvöld og Suður Kórea lagði Ungverjaland í jöfnum leik, 30:29.


Ungverjar og Hollendingar bítast um bronsverðlaunin.


Leikið var um neðri sætin á HM í dag. Úrslit leikjanna voru sem hér segir:

9. sæti:
Noregur – Þýskaland 32:24.

11. sæti:
Króatía – Norður Makedónía 32:28.

13. sæti:
Portúgal – Rúmenía 35:32.

15. sæti:
Brasilía – Íran 29:26.

17. sæti:
Spánn – Svartfjalland 26:20.

Færeyska landsliðið stóð sig afar vel á HM. Liðið vann Slóveníu, 31:28, í dag í leiknum um 19. sætið. Mynd/Facebooksíða handknattleikssambands Færeyja



19. sæti:
Færeyjar – Slóvenía 31:28.

21. sæti:
Sviss – Tékkland 31:23.


23. sæti:
Austurríki – Úsbekistan 36:27.

25. sæti:
Argentína – Slóvakía 26:24.

27. sæti:
Kasakstan – Senegal 37:24.

29. sæti:
Gínea – Indland 38:28.

31. sæti:
Úrúgvæ – Alsír 29:26.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -