- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Grátlegt tap Færeyinga – þriggja marka forskot gekk þeim úr greipum

Færeyingar voru nærri sæti í undanúrslitum HM. Mynd/ IHF / HRS / kolektiff
- Auglýsing -

Draumur Færeyinga um sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla varð að engu í dag þegar þeir töpuðu fyrir Egyptum í framlengdum leik í átta liða úrslitum, 38:34.

Færeysku piltarnir voru grátlega nærri sigri í venjulegum leiktíma. Þeir náðu þriggja marka forystu, 31:28, þegar 80 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Leikur þeirra fór í baklás eftir það þegar Egyptar tóku til við að leika maður á mann af miklu ákafa. Egyptar jöfnuðu metin rétt fyrir lok leiktímans, 31:31.


Færeyksu piltarnir voru eðlilega slegnir út af laginu og náðu sér ekki á strik í framlengingunni. Egyptar náðu fljótlega yfirhöndinni og létu hana ekki af hendi.

Axarskaft?

Sennilega gerðu þjálfarar færeyska liðsins axarskaft þegar þeir tóku leikhlé 95 sekúndum fyrir leikslok verandi tveimur mörkum yfir, 30:28.

Aftur nærri undanúrslitum

Á HM 21 árs landsliða fyrir rúmum mánuði komst færeyska landsliðið einnig í átta liða úrslit en lánaðist ekki að krækja í sæti í undanúrslitum.

Egyptar leika við Dani eða Portúgala í undanúrslitum á morgun. Færeyingar mæta tapliðinu í viðureign Danmerkur og Portúgals í krossspili um fimmta til áttunda sæti mótsins á morgun.

Viðureignin var afar jöfn. Egyptar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en Færeyingum tókst að jafna metin fyrir hálfleik, 13:13. Jafnt var á öllum tölum í síðari hálfleik allt þangað til Færeyingum tókst að komast tveimur mörkum yfir, 29:27, þegar hálf fjórða mínúta var til leiksloka. Vænlegt forskot þeirra á lokasprettinum rann þeim síðan því miður úr greipum.

Óli Mittún skoraði 10 mörk fyrir Færeyinga en Ziad Hashad skoraði 11 sinnum fyrir Egypta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -