- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Arnór stýrði Dönum til sigurs á Færeyingum

Arnór Atlason segir leikmönnum til. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Danir, undir stjórn Arnórs Atlasonar, leika um fimmta sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri. Danir unnu Færeyinga með þriggja marka mun í morgun, 26:23, í fyrri viðureign krossspils um sæti fimm til átta á mótinu.

Færeyingar leika um sjöunda sætið en viðureignirnar um fimmta og sjöunda sætið fara fram fyrir hádegið á morgun í Max Schmeling Halle í Berlín.

Síðari viðureign krossspilsins verður á milli Króata og Portúgala. Sigurlið þeirra viðureignar leikur við Dani um fimmta sætið. Tapliðið mætir Færeyingum.

Danir voru sterkari í leiknum í dag, ekki síst í fyrri hálfleik. Þeir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10. Segja má að þeim hafi meira og minna tekist að halda þeim mun allan síðari hálfleikinn. Munurinn á liðunum fólst ekki hvað síst í markvörslunni.

Mathias Dorgelo varði 46% skot sem hann fékk á sig í danska markinu. Kollegi hans kom einu sinni inn á og varði vítakast.
Pauli Jacobsen markvörður færeyska liðsins var einnig öflugur en stóð í skugga Dorgelo í danska markinu.

Julius Morch-Rasmussen og Thomas Sommer Arnoldsen skoruðu fimm mörk hvor fyrir danska landsliðið. Elias Ellefsen Á Skipagøtu, Isak Vedelsbøl og Bjarni á Selvindi skoruðu fimm mörk hver fyrir færeyska landsliðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -