- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Einu sinni í undanúrslitum

Strákarnir gleðjast eftir sigur á Portúgal í átta liða úrslitum. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Heimsmeistaramót 21 árs landsliða karla í handknattleik sem nú stendur yfir í Þýskalandi er það sextánda sem Ísland tekur þátt í. Um leið er þetta í annað sinn sem íslenskt landslið vinnur sér sæti í undanúrslitum. Eins og áður hefur komið fram þá vann íslenska landsliðið bronsverðlaun 1993 í eina skiptið þangað til núna sem Ísland nær svo langt.

Hér fyrir neðan er árangur Íslands á HM 21 árs landsliða í tímaröð, frá því að fyrst vannst keppnisréttur á mótinu.

Ath. uppfært eftir að íslenska landsliðið vann bronsverðlaun á HM 2023 sunnudaginn 2. júlí.

1979 – U-21 (árg 1958) – HM í Danmörku, 7. sæti.
1981 – U-21 (árg. 1960) – HM í Portúgal 6. sæti.
1985 – U-21 (árg. 1964) – HM á Ítalíu, 8. sæti.
1987 – U-21 (árg. 1966)– HM í Júgóslavíu, 6. sæti.
1989 – U-21 (árg. 1968) – HM á Spáni, 5. sæti.
1991 – U-21 (árg. 1970)– HM í Grikklandi, 5. sæti.
1993 – U-21 (árg. 1972) – HM í Egyptalandi, 3. sæti.
2005 – U-21 (árg. 1984) – HM í Ungverjalandi, 9. sæti.
2009 – U-21 (árg. 1988)– HM í Egyptalandi, 13. sæti.
2010 – U21 (árg. 1990)– EM í Slóvakíu, 8. sæti.
2012 – U21 (árg. 1992) – EM í Tyrklandi: Ísland, 11. sæti.
2016 – U21 (árg. 1996) – EM í Danmörku, 7. sæti.
2017 – U-21 (árg. 1996) HM í Alsír, 12. sæti.
2018 – U-21 (árg. 1998) EM í Slóveníu, 7. sæti.
2019 – U-21 (árg. 1998) HM á Spáni, 14. sæti.
2021 – mótið féll niður vegna covid.
2023 – U21 (árg. 2002) HM í Þýsk/Grikkl., 3. sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -