- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Íslendingar og Serbar bítast um bronsið

Þýska landsliðið fagnaði stórsigri á Serbum í dag og leikur til úrslita á HM. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Serbar verða andstæðingar Íslendinga í bronsleiknum á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik á morgun. Serbar steinlágu fyrir Þjóðverjum í síðari undanúrslitaleiknum í Max Schmeling Halle í Berlín í dag með 10 marka mun, 40:30.

Þýskaland og Ungverjaland leika til úrslita í keppninni og er búist við allt að átta þúsund áhorfendum en miðasala tók hressilega við sér eftir að þýska landsliðið komst í undanúrslit.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16 en undanúrslitaviðureign Íslands og Serbíu klukkan 13.30.

Íslendingar og Serbar mættust í riðlakeppni mótsins í Aþenu fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann með eins marks mun, 29:28.

Serbar náðu að hanga í sterku þýsku landsliði í fyrri hálfleik í dag. Þegar kom fram í síðari hálfleik var þýska liðið mikið sterka og ekki skemmdi fyrir að vera með ríflega 5.000 áhorfendur á bak við sig í ekta þýskri handboltastemningu í Max Schmeling Halle.

Úrslitaleikir sunnudaginn 2. júlí:
7. sæti kl. 8: Færeyjar – Króatía.
5. sæti kl. 10.30: Danmörk – Portúgal.
3. sæti kl. 13.30: Ísland – Serbía.
1. sæti kl. 16: Þýskaland – Ungverjaland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -