- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Íslensku piltarnir ætla að sækja bronsið

Ekki gekk allt upp hjá íslensku strákunum í dag en þeir hugsa sér gott til klóðarinnar á morgun. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla leikur um bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, á morgun. Liðið tapaði fyrir sterku liði Ungverja í dag með sjö marka mun í undanúrslitum, 37:30, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 19:14.
Leikurinn um bronsverðlaunin hefst klukkan 13.30 á morgun og verður við Serba eða Þjóðverja sem mætast í undanúrslitum síðar í dag.

Mynd/IHF/ Sasa Pahic Szabo / kolektiff

Ungverjar voru talsvert sterkari frá upphafi leiksins í dag. Vörn íslenska liðsins var ekki eins öflug og í nokkrum fyrri leikjum keppninnar. Heldur verður ekki á móti því mælt að ungverska liðið er mjög sterkt, hvað sem hver segir og hvort það megi segja það eða ekki.

Áður en flautað var til leiks í dag. Sasa Pahic Szabo / kolektiff

Íslensku piltarnir lentu fljótlega í erfiðleikum eftir að Andri Már Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins, 1:0. Eftir það varð forskotið Ungverja sem léku frábæra vörn, framliggjandi, sem dró mjög tennurnar úr íslensku piltunum. Ekki hjálpaði það íslenska liðinu að verða þrisvar manni færri á fyrstu 11 mínútum leiksins og um tíma tveimur færri.

Strax í upphafi síðari hálfleiks settu Ungverjar íslensku piltunum stólinn fyrir dyrnar. Vonarglæta hafði vaknað í íslensku brjóstum undir lok fyrri hálfleiks. Sú von var slökkt af Ungverjum strax í upphafi. Munurinn var 10 mörk og sannarlega á brattann að sækja.

Framundan er leikur um brons á HM. Slíkt er ekki í boði á hverjum degi. Víst er að íslensku piltarnir mæta tvíefldir til leiks eftir sólarhring.

Jóhannes Berg Andrason sækir að vörn Ungverja í dag. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff


Mörk Íslands: Andri Finnsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Andri Már Rúnarsson 3, Arnór Viðarsson 3, Ísak Gústafsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2/1, Kristófer Máni Jónasson 2, Stefán Orri Arnalds 1, Tryggvi Þórisson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 2, 14% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 2, 13% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 9%.

Ýtarlegri tölfræði.

Handbolti.is er í Max Schmeling Halle og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -