- Auglýsing -
- Auglýsing -

Höfum verið í brasi með sóknarleikinn

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. Mynd/Valur
- Auglýsing -

„Við höfum verið í brasi með sóknarleikinn upp á síðkastið en varnarleikurinn var fínn að þessu sinni,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, eftir naumt tap fyrir ÍBV í Olísdeild kvenna, 21:20, í Origohöllinni í gær.


„Vörnin var þétt og mikil orka í liðinu. Andrúmsloftið í liðinu var gott eftir flatneskju í síðustu leikjum. Við verðum hinsvegar að vinna áfram í sóknarleiknum okkar, ekki síst skotunum. Við töpuðum boltanum ekki nema sex sinnum en eigum á móti 24 misheppnuð skot sem er alltof mikið á móti jafn góðu liði og ÍBV er.


Við verðum að vinna í okkar málum í vikunni áður en kemur að erfiðum leik við Stjörnuna um næstu helgi,“ sagði Ágúst Þór.

Vonandi klárar Anna tímabilið

Handknattleikskonan þrautreynda, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, lék með Val í gær og var kjölfesta í vörninni. Ágúst sagði að Anna hafi æft með Valsliðinu síðan í desember.

„Hún kom inn til að hjálpa okkur. Í vetur höfum við misst út Hildi Björnsdóttur, Örnu Sif Pálsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur. Við erum bara mjög þakklát Önnu fyrir hvern leik sem hún getur lagst á árar með okkur. Hún lék frábærlega að þessu sinni í vörninni fyrir utan að vera sterkur karakter sem hrífur leikmenn með sér.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Önnu. Hún er bara einn besti leikmaður íslensks kvennahandknattleiks frá upphafi og mikill sigurvegari. Vonandi klárar hún tímabilið með okkur en hvort það gerist verður framtíðin að leiða í ljós,“ sagð Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við handbolta.is í Orighöllinni í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -