- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hópur valinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM

Sandra Erlingsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og fleiri á myndinni eru í landsliðshópnum sem valinn var í dag fyrir leikina í undankeppni EM í næsta mánuði. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 21 leikmann til þess að taka þátt í undirbúningi og síðan þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Leikið verður á Ásvöllum miðvikudaginn 11. október við Lúxemborg og við Færeyinga í Þórshöfn sunnudaginn 15. október. Viðureignirnar og æfingarnar fyrir þá eru einnig fyrsti liður í undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á HM undir árslok.

Tvær frá Selfossi

Sex leikmenn landsliðshópsins leika með erlendum félagsliðum.
Tvær með Selfossi sem á sæti í Grill 66-deildinni en aðrar eru leikmenn liða í Olísdeildinni. Katla María Magnúsdóttir, Selfossi, er sú eina í hópnum sem ekki hefur leikið landsleik en hún hefur áður verið í landsliðshópi.

Með á ný

Berglind Þorsteinsdóttir, Fram, og Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, eru valdar á nýjan leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Svipaða sögu er að segja af Elísu Elíasdóttur, ÍBV.

Elín Rósa Magnúsdóttir, úr Val, er valin í þetta sinn en hún var síðast með í leikjum í Tékklandi síðla árs 2021.

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram, er leikreyndust með 121 landsleik að baki.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1).
Hafdís Renötudóttir, Val (44/2).
Sara Sif Helgadóttir, Val (7/0).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (39/58).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (10/5).
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (63/126).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (6/5).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (3/10).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (94/103).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (5/7).
Katla María Magnúsdóttir, Selfossi (0/0).
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2).
Lilja Ágústsdóttir, Val (8/2).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (32/49).
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56).
Thea Imani Sturludóttir, Val (62/114).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (32/21).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352).

Færeyjaferð

Kvennalandsliðið fer til Færeyja laugardaginn 14. október og leikur í Þórshöfn sunnudaginn 15. október. HSÍ hefur í samstarfi við Icelandair ákveðið að bjóða stuðningsmönnum liðsins að fylgja liðinu til Færeyja. Leiguvél Icelandair flýgur frá Reykjavíkurflugvelli 14. október kl. 9.30 og fer til baka frá Færeyjum kl. 21 að kveldi sunnudagsins 15. október. Áætluð lending í Reykjavík er 21.50. Frekari upplýsingar um ferðina er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -