- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður er kominn á blað – úrslit og staðan

Jón Ómar Gíslason var markahæstur Harðarmanna í sigrinum á Kórdrengjum í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Harðarmenn á Ísafirði kræktu í sitt fyrsta stig í Olísdeildinni í kvöld í heimsókn sinni í Hertzhöllina á Seltjarnarnesi í bækistöðvar Gróttu. Ísfirðingar voru óheppnir að fara ekki með bæði stigin í farteskinu en leikmenn Gróttu skoruðu tvö síðustu mörkin. Þorgeir Bjarki Davíðsson jafnaði metin fyrir Gróttuliðið þegar örskammt var til leiksloka, 27:27.


Hörður var tveimur mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:13, og hélt áfram að vera með frumkvæðið framan þeim síðari. Grótta komst tveimur mörkum yfir, 23:21, og 24:22. Þá svaraði Hörður með þremur mörkum í röð hafði naumt forskot allt þar til Þorgeir Bjarki skoraði jöfnunarmarkið.

Lifnað hefur yfir Haukum

Haukar tóku heldur betur við sér í kvöld á heimavelli og sýndu gamalkunna takta þegar þeir unnu ÍBV með 10 marka mun á heimavelli, 38:28. Þeir voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18:11. Sóknarleikurinn gekk eins og sögu hjá leikmönnum Hauka sem hafa skorað alls 70 mörk í tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni eftir að Ásgeir Örn Hallgrímsson tók við sem þjálfari.

Birgir Steinn Jónsson kominn í skotstöðu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Grótta – Hörður 27:27 (13:15).
Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 6/2, Akimasa Abe 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Ari Pétur Eiríksson 3, Birgir Steinn Jónsson 2, Daníel Örn Griffin 2, Hannes Grimm 2, Andri Þór Helgason 2/1, Theis Koch Søndergard 1, Antoine Óskar Pantano 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7/1, 25,7% – Ísak Arnar Kolbeins 5/1, 41,7%.
Mörk Harðar: Óli Björn Vilhjálmsson 6/3, Suguru Hikawa 5, Victor Iturrino 3, Jón Ómar Gíslason 3, Jhonatan Santos 2, José Esteves Neto 2, Sudario Eidur Carneiro 2, Endijs Kusners 2, Axel Sveinsson 1, Guilherme Andrade 1.
Varin skot: Emannuel Evangelista 5/1, Rolands Lebedevs 2, 13,3%.


Haukar – ÍBV 38:28 (18:11).
Mörk Hauka: Andri Már Rúnarsson 8, Adam Haukur Baumruk 5, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1, Atli Már Báruson 3, Geir Guðmundsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Össur Haraldsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Heimir Óli Heimisson 1, Ágúst Ingi Óskarsson 1.
Varin skot: Matas Pranckevicus 7, 24,1% – Magnús Gunnar Karlsson 0.
Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 10/7, Rúnar Kárason 6, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Arnór Viðarsson 3, Róbert Sigurðarson 2, Ísak Rafnsson 1, Dánjal Ragnarsson 1, Janus Dam Djurhuus 1, Svanur Páll Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6, 25% – Jóhannes Esra Ingólfsson 1, 5%.


Fram – KA 30:31 (14:15).
Mörk Fram: Kjartan Þór Júlíusson 8/1, Luka Vukicevic 5, Ívar Logi Styrmisson 4/1, Breki Dagsson 3, Marko Coric 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Stefán Orri Arnalds 1, Alexander Már Egan 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 9/1, 27,3% – Breki Hrafn Árnason 0.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 12/2, Einar Birgir Stefánsson 5, Gauti Gunnarsson 5, Patrekur Stefánsso 4, Dagur Gautason 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Haraldur Bolli Heimisson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 13/3, 50% – Nicholas Satchwell 8, 36,4%.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur10901332 – 28118
Fram10532299 – 29213
Afturelding9522263 – 24412
FH9522258 – 25512
Stjarnan10433295 – 28511
ÍBV9423304 – 27510
Selfoss9414270 – 2739
KA10325283 – 2978
Haukar9315266 – 2597
Grótta8224226 – 2256
ÍR9216251 – 3095
Hörður10019289 – 3411
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -