- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður fikrar sig nær toppnum – Meier leikur andstæðingana grátt

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hörður á Ísafirði heldur áfram að fikra sig nær efstu liðum Grill 66-deildar karla í handknattleik og er þar af leiðandi líklegri til þess að blanda sér í keppnina við ÍR og Fjölni um næst efsta sætið en það veitir rakleiðis flutning upp í Olísdeildina á næstu leiktíð.

Hörður er með 18 stig eftir 15 leiki, jafn Þór sem hefur leikið einu sinni oftar. Fjölnir er með 21 stig eftir 16 leiki og ÍR hefur önglað saman 22 stigum í 15 viðureignum. Stálinn stinn mætast á Torfnesi 8. mars þegar ÍR-ingar koma í heimsókn.

Harðarmenn lögðu enn eitt ungmennliðið á Torfnesi í dag. Að þessu sinni lágu ungmenni KA í valnum eftir 60 mínútna leik, 35:25. Þriðja leikinn í röð var þýski markvörðurinn Jonas Maier maðurinn á bak við sigur Harðarliðsins. Hann fór hamförum og varði 23 skot þann tíma sem hann stóð vaktina. Stefán Freyr Jónsson fékk að spreyta sig í markinu undir lok leiksins og hélt uppi merki Þjóðverjans og varði allt hvað af tók.

Endijs Kusners var markahæstur hjá Herði með átta mörk. Hann var einnig fastur fyrir í vörninni og mátti sætta sig við að vera vikið af leikvelli í tvígang. Arnór Ísak Haddsson kunni vel við sig í sjávarloftinu í íþróttahúsinu við Skutulsfjörð og skoraði 11 mörk fyrir ungmennalið KA.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.

Hörður – KA U 35:25 (17:13).

Mörk Harðar: Endijs Kusners 8, Axel Sveinsson 5, Jose Esteves Neto 5, Kenya Kasahara 4, Otto Karl Kont 3, Tugberk Catkin 3, Guilherme Carmignoli Andrade 2, Gunnar Ingi Hákonarson 2, Axel Vilji Bragason 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1, Guðmundur Brynjar Björgvinsson 1.
Varin skot: Jonas Maier 23, Stefán Freyr Jónsson 3.
Mörk KA U.: Arnór Ísak Haddsson 11, Aron Daði Bergþórsson 4, Hreinn Hauksson 4, Jónsteinn Helgi Þórsson 2, Kristján Gunnþórsson 2, Ernir Elí Ellertsson 1, Stefán Gretar Katrínarson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 8.

Haukar U – HK U 35:33 (16:15).
Mörk Hauka U.: Bóas Karlsson 8, Freyr Aronsson 7, Ásgeir Bragi Þórðarson 6, Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Kristófer Máni Jónasson 5, Birkir Snær Steinsson 3.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 7, Magnús Gunnar Karlsson 5.
Mörk HK U.: Haukur Ingi Hauksson 7, Marteinn Sverrir Bjarnason 6, Sigurður Jefferson Guarino 5, Ísak Óli Eggertsson 4, Arnór Róbertsson 3, Benedikt Þorsteinsson 3, Halldór Svan Svansson 3, Davíð Elí Heimisson 1, Kári Tómas Hauksson 1.
Varin skot: Sigurður Jökull Ægisson 5.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -