- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður kvartar til EHF vegna lettneska sambandsins

- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði hefur kvartað til Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, vegna framkomu Handknattleikssambands Lettlands í samskiptum eða samskiptaleysi við deildinni sem hefur á sínum snærum landsliðsmenn Lettlands. Harðarmenn segja farir sína ekki sléttar í samskiptum við lettneska sambandið og nú sé mælirinn orðinn fullur.

Hálfkarað og í skötulíki

Handknattleiksdeild Harðar segir að lettneska sambandið hafi langt í frá uppfyllt alþjóðlegar reglur vegna landsliðsmanna Lettlands sem leika með félaginu og snýr að því þegar þeir eru valdir til æfinga og keppni fyrir landslið Lettlands. Má skilja á yfirlýsingu Harðar, sem rituð er á ensku, að ferðaáætlanir séu hálfkaraðar og í skötulíki auk þess sem skellt sé skollareyrum við athugasemdum og erindum Harðar m.a. vegna útlags kostnaðar deildarinnar.

Hleypa þeim ekki í verkefni

Þangað til lausn mála fæst getur Hörður ekki séð sér fært að heimila landsliðsmönnum Lettlands sem leika með Herði að sækja verkefni á vegum Handknattleikssambands Lettlands.

Ferðakostnaður fellur á Hörð

Ítrekað hefur lettneska sambandið ekki greitt allan kostnað sem fallið hefur til vegna ferða þeirra frá Ísafirði til Lettlands vegna landsleikja og æfingabúða. Fyrir vikið hefur Hörður greitt töluverðan hluta kostnaðarins. Nokkuð sem á alls ekki að falla á félagið.

Skella við skollaeyrum

Til að bæta gráu ofan á svart skella forsvarsmenn Handknattleikssambands Lettlands skollaeyrum við kröfum Harðar um að kostnaður sem fallið hefur á félagið þátttöku leikmannanna í landsliðsverkefnum verði endurgreiddur og að sambandið sjái til þess að viðkomandi leikmönnum sé komið frá Ísafirði og til Lettalands á kostnað þess.


Í tilkynningu Harðar segir m.a. að í fimm tilfellum hafi félagið greitt verulegan hluta ferðakostnaðar við för leikmanna í æfingabúðir. Eins hafi fallið á félagið kostnaður vegna fimm til sjö daga hótels- og uppihaldskostnaðar vegna einangrunar og sóttkvíar dögum covidpestarinnar.

Ferðaáætlanir ófullnægjandi

Síðast hafi komið til árekstra þegar landslið voru kölluð saman í síðasta mánuði vegna leikja í undankeppni Evrópumóts karla og ferðaáætlanir verið ófullnægjandi.

Ekki í hlutverki Harðar

Hörður segir að það sé ekki hlutverk sitt né að standa undir kostnaði við rekstur alþjóðlegra landsliða þótt félagið hafi á sínum snærum landsliðsmenn. Um leið er þess óskað að virtar séu reglur um veru landsliðsmanna hjá landsliðum vegna leikja og æfingabúða. Um leið er þess óskað að Handknattleikssamband Evrópu hlutist til að leiða öll þessi mál til lykta.


Frá þessu er greint á Facebook-síðu Harðar í dag þar sem nánar má kynna sér málið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -