- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður óskar eftir að sitja við sama borð og Vestri

Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði hefur óskað eftir því við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að bæjarfélagið styrki starf deildarinnar vegna tekjutaps sem hún hefur orðið fyrir af völdum kórónuveirunnar. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun og er vísað til bréfs Vigdísar Pálu Halldórsdóttur formanns Harðar til bæjarráðs 6. apríl sl.


Kemur fram að ósk körfuknattleiksdeild Vestra um stuðning hafi verið samþykkt á fundi bæjarráðs 28. mars. Þar með sé ekki úr vegi að allir sitji við sama borð og að hlaupið verði undir bagga með handknattleiksdeildinni sem eigi í nokkrum fjárhagslegum þrenginum um þessar mundir. Deildin hafi orðið af ríflega 11 milljóna króna tekjum af þátttökugjöldum vegna móta sem fella varð niður vegna faraldursins.


Einnig kemur fram í bréfi handknattleiksdeildar Harðar, sem Fréttablaðið vitnar í, að deildin eigi í erfiðleikum vegna rúmlega 14 milljóna króna skuldar.


Hörður vann Grill66-deild karla í vor og öðlaðist um leið sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð, fyrst liða frá Vestfjörðum. Undirbúningur fyrir þátttöku í Olísdeildinni er kominn á skrið.


Í vetur fékk handknattleikssdeild Selfoss stuðning frá Árborg vegna tekjufalls m.a vegna kórónuveirufaraldursins.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -