- Auglýsing -

Hörpu Maríu er ýmislegt til lista lagt

Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Fram í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Harpa María Friðgeirsdóttir handknattleikskonan efnilega hjá Fram er fleira til lista lagt en leika handknattleik. Hún varð í þriðja sæti í stórsvigi á Skíðamóti Íslands á Dalvík á sunnudaginn og í öðru sæti í samhliða svigi.


Á Fracebooksíðu handknattleiksdeildar Fram er sagt frá því að Harpa María hafi farið norður á Dalvík strax eftir viðureign Fram og KA/Þórs í Olísdeildinni og tekið þátt í Skíðamóti Íslands. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, eldri systir Hörpu Maríu, varð Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi á mótinu.

Harpa María t.v. á verðlaunpalli fyrir samhliða svig en í þeirri grein hlaut hún silfurverðlaun. Mynd/Akureyri.net


Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem Harpa María vinnur til verðlauna á Skíðamóti Íslands. Þegar mótið fór fram í lok apríl í fyrra varð hún Íslandsmeistari í stórsvigi.


Harpa María, sem leikur í vinstra horni, hefur vakið verðskuldaða athygli með Fram í Olísdeildinni í vetur og í fyrravetur. Hún hefur m.a. átta sæti í yngri landsliðum Íslands í handknattleik og var einnig í B-landsliðinu á æfingamóti í Tékklandi í nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -