- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hrakspár veita okkur byr í seglin

Nenad Šoštarić, þjálfari landsliðs Króatíu, og leikmenn hans láta sér vangaveltur danska handboltasérfræðinga í léttu rúmi liggja. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Mitt lið hefur verið vanmetið frá upphafi móts svo það ekkert nýtt fyrir mér að andstæðingarnir telji það vera auðunnið. Vangaveltur danskra handboltasérfræðinga er aðeins blóð á tennur leikmanna minna,“ sagði Nenad Šoštarić, þjálfari króatíska kvennalandsliðsins í handknattleik á blaðamannfundi í dag þar sem hann var spurður út í orð danskra handboltasérfræðinga þess efnis að danska landsliðið eigi sigur næsta vísan gegn Króatíu á morgun í leiknum um bronsverðlaunin á EM kvenna í handknattleik.

Šoštarić sagðist láta sér það í léttu rúmi liggja hvað menn teldu að gerðist í leiknum á morgun. „Það átti engin von á að við næðum árangri á þessu móti. Hrakspár veita okkur byr í seglin,“ sagði Šoštarić sem er staðráðinn í ásamt leikmönnum sínum gera það sem hægt er til að leggja stein í götu Dana í átt að bronsverðlaunum.


Šoštarić sagði sínar konur hafa jafnað sig eftir skellinn fyrir Frökkum í undanúrslitum í gær. Þær hafi ekki lengi dvalið við þann leik eða þau úrslit. „Vissulega er leikmenn orðnir þreyttir en það á við um alla sem eftir eru í keppninni. Á morgun snýst allt um að yfirvinna þreytuna og töfra fram það besta sem eftir er,“ sagði Nenad Šoštarić, þjálfari Króatíu, spútnik-lið EM kvenna í handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -