- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hrannar skrifar undir tveggja ára samning við Stjörnuna

Hrannar Guðmundsson þjálfar karlalið Stjörnunnar næstu tvö ár. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

Hrannar Guðmundsson hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til tveggja ára um að þjálfa karlalið félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni í morgun.

Hrannar er 32 ára Mosfellingur og hefur þjálfað hjá ÍR, Aftureldingu og yngri landsliðum Íslands. Í fyrra þjálfaði Hrannar kvennalið Stjörnunnar í meistaraflokki en í september á síðasta ári tók hann við karlaliði félagsins. Liðið er núna í 7. sæti í Olís deildinni og hefur bætt sig mjög undanfarið. Síðustu fjórir leikir hafa unnist og fyrir stuttu tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins.

Ánægður og stoltur

„Ég hef virkilega notið þess að þjálfa lið Stjörnunnar og hlakka til að vinna áfram með leikmönnum næstu árin. Einnig er ég hrikalega ánægður og stoltur að hafa framlengt samninginn minn hjá Stjörnunni. Það var gaman að það var mikill vilji hjá báðum aðilum að framlengja samninginn. Mér hefur alltaf liðið vel hjá félaginu og það er frábært fólk sem starfar í kringum klúbbinn. Leikmannahópurinn er góður og metnaðarfullur. Ég hef fulla trú á að við getum tekið næsta skref,” segir Hrannar Guðmundsson í tilkynningu.

Stefnir hátt

„Hrannar er vinnusamur og metnaðarfullur þjálfari sem stefnir hátt. Það gleður okkur mikið hjá Stjörnunni að hann hafi ákveðið að vera áfram í Garðabænum og erum við sannfærð um að hann sé sá aðili sem færir liðið á hærri stall í framtíðinni.” segir Patrekur Jóhannesson, íþróttastjóri handboltans hjá Stjörnunni.

Hannar mætir með Stjörnuliðið til leiks gegn Aftureldingu í upphafsleik 16. umferðar að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -