- Auglýsing -

HSÍ heiðraði bronsliðið frá Ólympíuhátíðinni

- Auglýsing -


Handknattleikssamband Íslands heiðraði í dag leikmenn og þjálfara 17 ára landslið kvenna í handknattleik sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fór í Skopje í Norður Makedóníu í lok júlí. Efnt var til hófs í Valsheimilinu fyrir leikmenn, foreldra, systkini og aðra forráðamenn.


Þetta var í fyrsta sinn sem Ísland hreppir verðlaun í handbolta kvenna á Ólympíuhátíðinni sem haldin er annað hvert ár.

Strax að Ólympíuhátíðinni lokinni fór 17 ára landsliðið til Svartfjallalands til þátttöku á Evrópumótinu sem þar fór fram.

Áður hefur HSÍ heiðrað 17 ára landslið karla sem vann gullverðlaun á Ólympíuhátíðinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -