- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hulda semur við Aftureldingu eftir sex ára veru á Norðurlöndum

Hulda Dagsdóttir t.v. ásamt Jóni Brynjari Björnssyni þjálfara Aftureldingar. Mynd/Afturelding
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Hulda Dagsdóttir hefur ákveðið að leika á ný á Íslandi eftir að hafa verið í Danmörku og Noregi síðustu sex ár. Hulda hefur skrifað undir samning við Aftureldingu sem leikur í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð.

Hulda er vinstri skytta. Hún lék í yngri flokkum og upp í meistaraflokk Fram allt þar til hún hleypti heimdraganum og flutti til Norðurlandanna árið 2018. Eftir það lék Hulda bæði í Danmörku og Noregi og nú síðast hjá Randesund í Noregi.

„Hulda er frábær leikmaður og erum við mjög ánægð að fá hana til liðs við okkur. Reynsla hennar og hugarfar mun koma til með að hjálpa liðinu innan sem utan vallar í vetur,“ er haft eftir nýráðnum þjálfara Aftureldingar, Jóni Brynjari Björnssyni, í tilkynningu Aftureldingar í morgun.

Til fróðleiks má geta þessa að faðir Huldu, Dagur Jónasson, lék með Aftureldingu fyrir meira en þremur áratugum. Mágkona Huldu, Saga Sif Gísladóttir markvörður, gekk til liðs við Aftureldingu fyrir ári.

Konur – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -