- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hver er Kristján Örn Kristjánsson, Donni?

Ísraelsmaðurinn Daniel Mosindi reynir að sauma að Kristjáni Erni, Donna, í leiknum á Ásvöllum í gær. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, alltaf kallaður Donni, sló í gegn með íslenska landsliðinu í gærkvöld á Ásvöllum í stórsigri á Ísraelsmönnum, 36:21, í fyrstu umferð 3. riðils undankeppni EM2024. Hann skoraði sjö mörk í átta skotum, vann tvö vítaköst og leikmenn ísraelska landsliðsins af leikvelli.

Mark í uppsiglingu í bikarúrslitaleik ÍBV og Stjörnunnar í mars 2020. Mynd/HSÍ

Æfði karate

Donni verður 25 ára gamall í árslok. Hann byrjaði snemma að æfa handknattleik og kom inn í meistaraflokkslið Fjölnis 2013. Samhliða handknattleik æfði Donni karate í níu ár áður en hann valdi á milli íþróttagreina.

Vakti athygli Evrópuleik ÍBV

Með Fjölni lék Donni til ársins 2018 þegar hann gekk til liðs við ÍBV og lék með liðinu í tvö ár og varð bikarmeistari með Eyjamönnum 2020 áður heimsfaraldur kórónuveiru setti strik í reikninginn. Áður en faraldurinn brast á hafði Donni samið við franska liðið Pays d’Aix Université Club Handball, PAUC. Hafði hann komist undir smásjá félagsins þegar ÍBV mætti PAUC haustið 2019 í Evrópukeppni félagsliða.

Donni
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, ógnar vörn Sävehof í leik í Evrópudeildinni á síðasta keppnistímbili. Mynd/ Guðmundur Svansson, Sportspressphoto

Stimplaði sig strax inn

Strax eftir fyrsta leik með PAUC í frönsku deildinni í september 2020 var Donni valinn í lið 1. umferðar frönsku 1. deildarinnar eftir stórkostlega frammistöðu gegn stórliði PSG. Síðan hefur Donni jafn og þétt sannað sig sem einn allra besti leikmaður frönsku 1. deildarinnar og átt stóran þátt í afar góðum árangri PAUC sem hefur ásamt Nantes helst veitt stórliði PSG samkeppni.

Donni horfir yfir sviðið í leiknum á Ásvöllum í gær. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Í vor var Donni valinn í besta örvhenta skytta frönsku deildarinnar og var þar af leiðandi í úrvalsliði deildinnar. Hann var markahæsti leikmaður PAUC leiktíðina 2020/2021 og næst markahæstur á síðasta tímabili.


Síðla vetrar 2021 veiktist Donni af covid og var nærri því í heilt ár að endurheimta fulla krafta.

Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson, Donni, eftir fyrsta leik þess síðarnefnda á stórmóti með A-landsliðinu. Mynd/Ívar

Fyrsti HM-leikurinn

Donni tók fyrst þátt í stórmóti með A-landsliðinu á HM í Egyptalandi í janúar 2021 og var fyrst með í leik á stórmóti gegn Marokkó í lokaleiknum í F-riðli heimsmeistaramótsins, 31:23, í New Capital Sport Senter í Kaíró. Donni skoraði tvö mörk í leiknum og átti eina línusendingu. Einnig var Donni í íslenska landsliðinu á EM í upphafi þessa árs.


Í lok mars á þessu ári skrifaði Donni undir nýjan samning við PAUC sem gildir fram á mitt árið 2024. PAUC verður á meðal andstæðinga Vals í Evrópudeildinni á næstu mánuðum.

Donni fagnar ásamt samherjum í landsliðinu eftir sigur á Svartfellingum á EM í janúar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Donni lék í gær sinn 20. landsleik og hefur nú skorað 26 mörk. Fyrsti landsleikurinn í fullorðinsflokki var með B-landsliðinu gegn japanska landsliðinu í Laugardalshöll 3. janúar 2018. Einnig lék Donni með yngri landsliðum Ísland.


Hér má sjá hann í leik með U18 ára landsliðinu á Evrópumóti sumarið 2014.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -