- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hver hleypur í skarðið fyrir Rússa?

Lukkudýr EM 2022. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ljóst er að ekkert verður af því að Evrópumót kvenna í handknattleik fari fram í Rússlandi í desember 2026 eins og til stóð. Rússar sóttust eftir mótinu fyrir nokkrum árum og voru hlutskarpastir í kapphlaupi um að verða gestgjafi. Eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar á síðasta ári var landsliðum og félagsliðum frá Rússlandi og taglhnýtingum þeirra í Hvíta Rússlandi meinuð þátttaka í mótum á vegum Handknattleikssamband Evrópu, EHF.


Á fundi framkvæmdastjórnar EHF á dögunum var samþykkt að leita til aðildaþjóða um að taka að sér að verða gestgjafi lokakeppni EM kvenna árið 2026. Handknattleikssamband Rússlands hefur verið tilkynnt um um niðurstöðu EHF sem kom ekki á óvart.

Skýrist fljótlega

Vonast EHF að innan fárra mánaða verði ljóst hvaða land eða lönd taka EM 2026 að sér þannig að hægt verði að einhenda sér í undirbúning mótsins.

EM kvenna 2024 fer fram í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi frá 28. nóvember til 15. desember. Mótið verður það fyrsta í kvennaflokki með 24 þátttökuliðum. Undankeppnin hefst í október.

Hækkun orkuverðs í Evrópu í kjölfar stríðsins í Úkraínu hefur þegar sett mark sitt á undirbúning mótsins 2024. Ungverjar drógu í vetur mjög úr gestgjafahlutverki sínu. Austurríkismenn hlaupa undir bagga og axla aukinn þunga af mótahaldinu 2024.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -