- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hver Íslendingurinn var öðrum betri

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

Hver Íslendingurinn var öðrum betri í leikjum með félögum sínum í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag þegar lið þeirra allra unnu leiki sína. Hákon Daði Styrmisson skoraði 10 mörk í 10 skotum, þar af voru tvö mörk hans úr vítaköstum þegar Gummersbach vann annað rótgróið lið úr þýska handboltanum, Grosswallstadt, 32:24, á útivelli. Hákon Daði átti einnig tvær stoðsendingar. Þetta var annar tíu marka leikurinn í röð hjá Eyjapeyjanum sem gekk til liðs við Gummersbach í sumar.


Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach sem hefur farið afar vel af stað og unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni. Annar Eyjamaður í herbúðum Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, skoraði tvisvar sinnum í þremur tilraunum auk þess að vera vel á verði í vörninni eins og hans er von og vísa.


Arnar Birkir Hálfdánsson átti stórleik með EHV Aue sem vann nauman en sætan sigur á Ludwigshafen, 30:29, á heimavelli. Arnar Birkir skoraði átta mörk í 10 skotum og átti einnig sjö stoðsendingar. Sveinbjörn Pétursson var stuttan tíma í marki EHV Aue og varði eitt skot. Færeyingurinn Áki Egilsnes átti eitt markskot sem ekki rataði í marknetið hjá Ludwigshafenbúum.


Anton Rúnarsson fagnaði einnig sigri með TV Emsdettn er liðið vann Ferndorf, 31:23, á heimavelli. Anton skoraði fjögur mörk í sex tilraunum og átti fjórar stoðsendingar.


Emsdetten og Aue eru með fimm stig hvort eftir fjórar umferðir.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -