- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hver mistök eru dýr

Hákon Daði Styrmisson varð næst markahæstur i Olísdeildinni. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

„Við förum enn einu sinni illa með leik á síðustu mínútum. Það er staðreynd málsins,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari karlaliðs ÍBV, í samtali við handbolta.is eftir tveggja marka tap ÍBV, 27:25, fyrir Selfoss í Olísdeild karla í Hleðsluhöllinni á Selfossi í gærkvöld.


„Þetta var jafn hörkuleikur og þegar svo r þá eru hver mistök dýr og því miður þá sitjum við eftir með sárt ennið. Við erum ósáttur við hvernig við förum með leikina á endasprettinum sem er nokkuð sem við verðum að finna lausn á,“ sagði Kristinn sem var ekki nógu ánægður með varnarleikinn að þessu sinni sem varð þess valdandi að markvarslan var heldur ekki góð.


„Þegar svo er þá megum við ekki við mörgum mistökum í sókninni. Baráttuna vantar ekki í peyjana og löngun til að gera allt rétt og vel. Það er allt fyrir hendi en okkur tókst ekki að fara nógu vel með þau atriði sem réðu úrslitum um hvort liðið færi með sigur úr býtum. Við verðum að vera klókari og sennilega snýst þetta eitthvað um sjálfstraust,“ sagði Kristinn.


Sigtryggur Daði Rúnarsson kom við sögu í liði ÍBV í síðari hálfleik í leiknum í gærkvöld. Var þetta hans fyrsti leikur fyrir ÍBV á þessu ári. „Vonandi getur hann leikið stærra hlutverk með hverjum deginum sem líður og eykur þannig á breiddina í leikmannahópnum. Sigtryggur hefur lítið verið með okkur á æfingum fram til þessa og skortir leikæfingu. Það kemur allt með tíð og tíma,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, við handbolta.is í Hleðsluhöllinni á Selfossi í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -