- Auglýsing -
- Auglýsing -

Í annað sinn í liði umferðarinnar

Rúnar Kárason gengur til liðs við ÍBV í sumar. Mynd/Ribe Esbjerg, Andersen.dk
- Auglýsing -

Rúnar Kárason, stórskytta Ribe Esbjerg, er í liði 12. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þetta er í annað sinn á keppnistímabilinu sem Rúnar er í liði umferðarinnar á þessari leiktíð. Hann var einnig í liðinu sem valið var eftir aðra umferð í haust.

Rúnar fór á kostum þegar Ribe Esbjerg vann stórsigur á heimavelli í viðureign sinni við Skjern, 36:23. Hann skoraði 11 mörk í 14 skotum og átti auk þess sex stoðsendingar. Ekkert marka sinna skoraði Rúnar úr vítakasti. Einkunn hans fyrir leikinn var 9,33.

Rúnar hefur leikið vel á leiktíðinni. Hann er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 62 mörk, þar af eitt út vítakasti. Á lista yfir þá sem átt hafa flestar stoðsendingar er Rúnar í þriðja sæti með 44.

Lið 12. umferðar er þannig skipað, einkunn, stundum kölluð framlagsstig er síðasta talan. Innan sviga er fjöldi skipta í liði umferðarinnar á keppnistímabilinu.

Markvörður: Simon Gade, Aalborg Håndbold (4) 5,90
Vinstra horn: Bjarke Christensen, Mors-Thy (1) 4,80
Vinstri skytta: Oliver Nøddesbo Eggert, SønderjyskE (1) 5,37
Miðjumaður: Simon Pytlick, GOG (1) 10,69
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Ribe-Esbjerg (2) 9,22
Hægra horn: Mark Strandgaard, Aalborg Håndbold (1) 5,50
Línumaður: Frederik Børm, Århus Håndbold (1) 6,64

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -