- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV bættist í hópinn í átta liða úrslitin

ÍBV liðið gat fagnað enn einu sinni í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV komst í kvöld í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í handknattleik með öruggum sigri á KA/Þór í Vestmannaeyjum, 33:25, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11. Mestur varð munurinn tíu mörk í síðari hálfleik.


ÍBV bætist þar með í hóp með HK, Selfoss, Stjörnunni, Haukum og Víkingum sem unnu leiki sína í 16-liða úrslitum fyrir nokkru síðan. Einnig verða nöfn bikarmeistara Vals og Fram í skálunum þegar dregið verður í átta liða úrslit á næstunni.


Marta Wawrzykowska markvörður ÍBV fór á kostum í leiknum og varði 17 skot, 47,2%, og munaði svo sannarlega um stórleik hennar á sama tíma og markverðir KA/Þórs voru ekki eins vel með á nótunum.


Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6/4, Sunna Jónsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Ingibjørg Olsen 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Bríet Ómarsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Amelía Einarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 17/1, 47,2% – Tara Sól Úranusdóttir 2, 33,3%.
Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5/1, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Júlía Björnsdóttir 1, Svala Björk Svavarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 7, 18,4% – Sif Hallgrímsdóttir 1, 33,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -