- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV er komið upp að hlið Vals – úrslit og staðan

ÍBV liðið gat fagnað enn einu sinni í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV komst upp að hlið Vals í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að leggja Hauka, 30:28, í Vestmannaeyjum á sama tíma og Val tókst að krækja í annað stigið í heimsókn sinni til Stjörnunnar í TM-höllina. Þórey Anna Ásgeirsdóttir jafnaði metin fyrir Val úr vítakasti, 25:25, í blálokin. Elísabet Gunnarsdóttir hafði komið Stjörnunni yfir mínútu fyrir leikslok með því að skora af línunni eftir sendingu frá Lenu Margréti Valdimarsdóttur.


Haukar misstu leikmenn ÍBV langt fram úr sér í síðari hálfleik í Eyjum. ÍBV var með sjö marka forskot, 29:22, þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Haukum tókst að komast með áhlaup síðustu mínúturnar en það nægði ekki til þess að vinna upp forskotið.


Nýr liðsmaður KA/Þór, Ida Margrethe Rasmussen, byrjaði af krafti í dag með liðinu. Hún átti sex stoðsendingar og átta löglegar stöðvanir í vörninni auk tveggja marka í öruggum sigri KA/Þórs á neðsta liðinu, HK, 25:17, í KA-heimilinu. KA/Þór tókst þar með að svara fyrir tap í fyrri viðureign liðanna á leiktíðinni.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.


KA/Þór – HK 25:17 (14:8).
Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 7/4, Nathalia Soares Baliana 5, Unnur Ómarsdóttir 3, Júlía Björsndóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Ida Margrethe Rasmussen 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1/1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 18, 51,4%.
Mörk HK: Inga Dís Jóhannsdóttir 9/2, Aníta Eik Jónsdóttir 5, Sóley Ívarsdóttir 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Alfa Brá Hagalín 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 9, 28,1% – Jenný Dís Guðmundsdóttir 0.


Stjarnan – Valur 25:25 (14:13).
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 11, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3/3, Anna Karen Hansdóttir 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2.
Varin skot: Darija Zecevic 11, 30,6%.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 8/6, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 3, Mariam Eradze 2, Lilja Ágústsdóttir 2/1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 5, 17,9%, Sara Sif Helgadóttir 2, 66,7%.


ÍBV – Haukar 30:28 (15:14).
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 10, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Sunna Jónsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 5, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Ingibjørg Olsen 1.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Ragnheiður Ragnarsdóttir 6, Ena Car 4, Sara Odden 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Natasja Hammer 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Gunnhildur Pétursdóttir 1.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -