- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV er úr leik þrátt fyrir sigur á Madeira

ÍBV liðið gat fagnað enn einu sinni í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir sigur í kvöld í síðari leiknum við Madeira Andebol SAD, 24:22, í Fuchal á Madeira. Madeira vann fyrri viðureignina með sjö marka mun, 30:23, og fór þar með áfram samanlagt með fimm marka mun, 52:47.


ÍBV var með fjögurra marka forskot, 14:10, eftir fyrri hálfleikinn í kvöld. Liðið var sterkara frá upphafi til enda og náði nokkrum sinnum allt að fimm marka forskoti. Síðast 22:17 þegar átta mínútur voru til leiksloka. Möguleikar voru fyrir hendi að auka muninn enn meira en því miður tókst það ekki þrátt fyrir hetjulega baráttu og frábæran leik Marta Wawrzynkowska markvarðar ÍBV. Suelma Soares var einnig vel með á nótunum í marki Madeira, ekki síst í síðari hálfleik. Hún reyndist ÍBV-liðinu erfið auk þess sem nokkuð var um mistök í sóknarleiknum.


Kröftugri þátttöku ÍBV í keppninni var lokið. Herslumun og örlítla heppni vantað upp á í kvöld.


Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 10, Sunna Jónsdóttir 8, Elísa Elíasdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Marija Jovanovic 1, Marta Wawrzynkowska 1.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 15, 40,5%.

Handbolti.is fylgdist eftir fremsta megni með leiknum á Madeira í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -