- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV gaf ekki eftir fjórða sætið – Marta var í ham

Marta Wawrzykowska og Birna Berg Haraldsdóttir leikmenn ÍBV fagna, þó ekki í kvöld. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Eftir tvo tapleiki í röð í Olísdeild kvenna ráku leikmenn ÍBV af sér slyðruorðið í dag og unnu sannfærandi sigur á ÍR í uppgjöri liðanna í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Lokatölur í Skógarseli, heimavelli ÍR, 27:20, fyrir ÍBV sem var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. 15:11.

ÍBV hefur þar með 18 stig í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR, auk þess að eiga inni tvo leiki. Ljóst er að vonir ÍR um að ná fjórða sætinu dvínuðu verulega við þetta tap.

Marta Wawrzykowska markvörður ÍBV reyndist leikmönnum ÍR erfið leiknum. Hún varði 17 skot, 47%. Munurinn á liðunum að þessu sinni lá ekki hvað síst í markvörslunni.

ÍBV hélt góðu forskoti allan síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur.

Karen Tinna Demian lék ekki með ÍR í dag, ekki fremur en í síðasta leik, en hún meiddist í leik við KA/Þór fyrir tveimur vikum. Gleðitíðindin fyrir ÍR eru hinsvegar þau að Sara Dögg Hjaltadóttir var með á ný í dag en hún hefur verið frá keppni síðan snemma árs vegna handarbrots. Sara Dögg tók eingöngu vítaköst í dag en verður væntanlega reiðbúin fyrir meiri þátttöku þegar kemur að undanúrslitaleik Poweradebikarsins eftir hálfa aðra viku.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 5/5, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Erla María Magnúsdóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 7, 26,9% – Hildur Öder Einarsdóttir 3, 27,3%.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Elísa Elíasdóttir 7, Amelía Einarsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Birna María Unnarsdóttir 2, Karolina Olszowa 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 17/1, 47,2%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -