- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV mætir lærisveinum Tonar frá Prag

Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Leikirnir eiga að fara fram fyrstu og aðra helgina í desember ef leikið verður heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður í Vestmannaeyjum.


Michal Tonar, sem lék með HK, á tíunda áratug síðustu aldar er annar þjálfara Dukla Prag.

Líst vel á andstæðinginn

„Mér líst bara vel á Dukla Prag. Ég sé að liðið skorar mörg mörk í sínum leikjum og hefur unnið síðustu fimm leiki í deildinni heima fyrir,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV við handbolta.is rétt eftir að dregið var fyrir stundu.


„Ég þarf auðvitað að sjá leik með liðinu áður en ég met stöðuna. En allavega gæti þetta verið skemmtilegt verkefni með tilliti til staðsetningar, sögu félagsins og líklega er mikil stemning á þeirra heimavelli,“ sagði Erlingur ennfremur sem reiknar frekar með að leikirnir fari fram heima og að heiman frekar en að báðar viðureignir fari annað hvort fram í Vestmannaeyjum eða Prag. Leikjatilhögun skýrist fljótlega enda rúmar þrjár vikur í fyrri leikjahelgi keppninnar.


ÍBV vann Donbas með miklum mun í annarri umferð um síðustu helgi.


Dukla Prag vann Handball Esch frá Luxemborg í annarri umferð samanlagt með þriggja marka mun, 66:63, og SPD Radnicki Kragujevac frá Serbíu með eins marks mun í fyrstu umferð.


ÍBV lagði ísraelska liðið HC Holon í fyrstu umferð í haust.


Dukla Prag féll úr leik í þriðju umferð keppninnar á síðasta tímabili eftir naumt tap fyrir Drammen frá Noregi, samanlagt með tveggja marka mun í tveimur viðureignum.


Eftirfarandi lið drógust saman í morgun:
MRK Sesvete – KH Besa Famgas.
HC Dinamo Pancevo – Besiktas Yurtbay Seramik.
ÍBV – HC Dukla Prag.
Runar Sandefjord Elite – Pölva Serviti.
Talent tym Plzenskeho kraje – AS SGS Ramhat Hashron.
Förthof UHK Krems – Vojvodina.
AEK Aþena HC – Alingsås HK.
HCB Karvina – RK Gracanica.
HC Vise BM – ØIF Arendal.
RK Gorenje Velenje – RK Partizan.
KEMBIT-LIONS – Sidea Group Junior Fasano.
Sabbianco Anorthosis Famagusta – HB Red Boys Differdange.
HC Fivers WAT Margareten – RD Riko Ribnica.
MSK Povazska Bystrica – HRK Gorica.
Wacker Thun – Olympiacos SFP.
BK-46 – Nærbø IL.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -