- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV mjakast jafnt og þétt ofar

Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍBV heldur áfram að mjaka sér upp töfluna í Olísdeild kvenna á sama tíma og liðið étur upp þá leiki sem liðið á inni en það drógst nokkuð aftur úr öðrum í desember og eins í kringum Evrópuleiki sína fyrir áramót.


ÍBV vann Aftureldingu örugglega í kvöld með átta marka mun á Varmá, 34:26, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:12.


ÍBV er í fimmta sæti með 10 stig eftir 10 leiki og er jafnt Stjörnunni að stigum hefur leikið tveimur leikjum færra. Haukar og KA Þór eru þremur stigum á undan Eyjaliðinu en hafa einnig leikið oftar.


Afturelding rekur lestina án stiga sem fyrr, eftir 12 leiki.


Leikurinn í Mosfellsbæ í kvöld var aldrei jafn. Svo mikill munur var á liðunum.


Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 7, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Margrét Björg Castillo 4, Susan Ines Gamboa 3, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 2, Jónína Hlín Hansdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 14, 32,6%.


Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 9, Marija Jovanovic 7/6, Sunna Jónsdóttir 5, Karolina Olszowa 3, Lina Cardell 3, Ingibjörg Olsen 1, Bríet Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 13m 40,6% – Erla Rós Sigmarsdóttir 1, 22,2%


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -