ÍBV lagði Fram örugglega með sjö marka mun, 41:34, á Ragnarsmóti karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Fram var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:18.
Liðin skiptust á um að vera marki yfir fram yfir miðjan síðari hálfleik þegar leiðir skildu og ÍBV vann sinn fyrsta leik á mótinu sem hófst í gærkvöld. Afturelding lagði þá Selfoss, 34:32.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 8, Rúnar Kárason 6, Arnór Viðarsson 4, Svanur Páll Vilhjálmsson 4, Janus Dam Djurhuus 4, Dánjal Ragnarsson 3, Sveinn Jose Rivera 3, Dagur Arnarsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Róbert Sigurðarson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 9, Andri Snær Sigmarsson 3.
Uppfært kl. 11.00 með glóðvolgum tíðindum af markaskorurum Fram.
Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Luka Vukicevic 5, Marko Coric 5, Ólafur Brim Stefánsson, 5, Breki Dagsson 4, Ívar Logi Styrmisson 3, Daníel Freyr Stefánsson 2, Alexander Már Egan 1, Kristófer Andri Daðason 1, Stefán Orri Arnalds 1.
Frekari upplýsingar hafa ekki fengist af leiknum.
Leikir á morgun á Ragnarsmóti karla í Sethöllinni:
Kl. 18.30 Selfoss – KA.
Kl. 20.15 Fram – Hörður.
Afturelding byrjaði með sigri
UMSK-mót kvenna í handknattleik hófst í kvöld í Kórnum í Kópavogi. Afturelding vann HK, 28:27.
Ítarlegri fregnir liggja ekki fyrir.
Uppfært að morgni miðvikudags: Skyndilega kom upp úr dúrnum í morgun að UMSK-mót kvenna hófst miðvikudaginn 10. ágúst en ekki í gær. Stjarnan vann Aftureldingu, 31:27, í upphafsleik mótsins. Aðrar upplýsingar er ekki að hafa af frá þeirri viðureign fremur en frá leik HK og Aftureldingar í gærkvöld.