- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

IHF heldur áfram að senda út boðskort

Leikmenn þýska meistaraliðsins SC Magdeburg vann heimsmeistaramót félagsliða annað árið í röð á síðasta ári. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, heldur áfram að senda út boðskort á mót sem sambandið stendur fyrir. Á dögunum datt Ísland í lukkupottinn þegar boðskort barst um þátttöku á heimsmeistaramót kvenna í handknattleiks sem fram fer í vetur. Í dag voru tvö boðskort send út vegna heimsmeistaramóts félagsliða í karlaflokki.


Barcelona og Füchse Berlin var boðið til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Sádi Arabíu frá 7. til 12. nóvember, mánuði síðar en undanfarin ár. Barcelona var í þriðja sæti í Meistaradeild Evrópu í vor en þýska liðið vann Evrópudeildina. Víst er að boðin til félaganna koma ekki á óvart.

Þess utan eiga bæði félög góða sögu í keppninni eftir að hafa unnið oftar en einu sinni. Füchse Berlin vann 2015 og 2016, í bæði skiptin undir stjórn Eyjamannsins Erlings Richardssonar.


Eftirtalin lið taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða í karlaflokki nóvember:

  • Evrópumeistarar SC Magdeburg, sem er auk þess sigurlið síðustu tveggja ára.
  • Afríkumeistarar Al Ahly Kairo frá Egyptalandi.
  • Asíumeistarar Al Najma frá Barein.
  • Norður Ameríku- og Karabíahafsmeistarar San Francisco CalHeat frá Bandaríkjunum.
  • Silfurlið Meistaradeildar Evrópu, Barlinek Industria Kielce frá Póllandi.
  • Sigurlið meistarakeppni Arabíuliða – liggur ekki fyrir.
  • Tvö félagslið frá Sádi Arabíu – liggur ekki fyrir hvaða lið hreppa hnossið.
  • Boðskort: Barcelona frá Spáni og Füchse Berlin frá Þýskalandi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -