- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ikast á von eftir að hafa bundið enda á sigurgöngu Metz

Petra Anna Simon leikmaður FTC sækir að vörn Vipers í leik liðanna í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska liðið Ikast, sem vann Evrópudeildina í handknattleik kvenna síðasta vor, heldur ennþá í vonina um að komast beint í átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna. Ikast batt um helgina enda á sigurgöngu Metz í B-riðli með eins marks sigri á heimavelli, 35:34. Esbjerg lagði Krim Lubljana, 29:21, í Esbjerg.

Metz og Esbjerg hafa 20 stig hvort fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Ikast er stigi á eftir. Tvö efstu liðin í hvorum riðli sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og taka sæti í átta liða úrslitum. Þess vegna er eftir talsverðu að slægjast.

Úrslitaleikur um annað sætið

Í A-riðli hefur Györ fyrir nokkru síðan tryggt sér efsta sætið og þátttökurétt í átta liða úrslitum. Odense Håndbold og CSM Búkarest kljást um annað sætið. Liðin mætast í lokaumferðinni í Óðinsvéum á sunnudaginn. Danska liðið er tveimur stigum á undan. Hinsvegar vann CSM fyrri viðureign liðanna og mun því hirða annað sætið með sigri á Fjóni á sunnudaginn.

Liðin sem hafna í þriðja til sjötta sæti í hvorum riðli taka þátt í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Sigurliðin taka sæti í átta liða úrslitum ásamt tveimur efstu liðum hvors riðils. Tvö neðstu liðin í hvorum riðli heltast úr lestinni.

Þrjú lið keppa um tvö sæti

Í A-riðli er ljóst að Buducnost og Sävehof falla úr leik en í B-riðli er meiri spenna. Krim Ljubljana, FTC og Rapid Búkarest berjast um að forðast það að sitja eftir með sárt ennið. Krim stendur best að vígi auk þess eiga léttasta leikinn fyrir höndum í lokaumferðinni, gegn Zaglebie Lubin sem hefur ekki krækt í stig til þessa. Rapid tekur á móti Esbjerg en FTC sækir Metz heim.

Úrslit 13. umferðar

A-riðill:
Brest Bretagne – Sävehof 28:23 (10:9).
CSM Búkarest – Bietigheim 31:28 (17:10).
Buducnost – Odense 17:33 (13:16).
DVSC Schaeffler – Györ 29:28 (14:14).

Staðan:

Györ131102400:32422
Odense13913432:33419
CSM Búkarest13814389:33717
Brest Bretagne13724367:33516
DVSC Schaeffler13616358:38713
Bietigheim13607380:38612
Buducnost132110295:3995
Sävehof130013315:4340
Katrine Lunde markvörður Vipers ver skot frá Julia Harsfalvi leikmanni FTC. Mynd/EPA

B-riðill:
Ikast – Metz 35:34 (18:16).
Esbjerg – Krim Ljubljana 29:21 (19:7).
FTC (Ferencváros) – Vipers 27:35 (13:17).
Zaglebie Lubin – Rapid Búkarest 21:24 (15:13).

Staðan:

Metz131003445:37820
Esbjerg131003416:38820
Ikast13913444:40419
Vipers13715414:37115
Krim13517357:36511
FTC13427363:38310
Rapid Búkarest13418342:3669
Zaglebie130013308:4340

Leikir síðustu umferðar

A-riðill:
Bietigheim – Buducnost, 17. febrúar.
Györ – Brest, 17. febrúar.
Odense – CSM, 18. febrúar.
Sävehof – DVSC Schaeffler, 18. febrúar
B-riðill:
Metz – FTC, 17. febrúar
Krim – Zaglebie Lubin, 17. febrúar.
Vipers – Ikast, 17. febrúar.
Rapid – Esbjerg, 18. febrúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -