- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ingibjörg Ösp kölluð inn í æfingahóp U16 ára landsliðs Noregs

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ingibjörg Ösp Axelsdóttir hefur verið valin til æfinga með U16 ára landsliði Noregs í handknattleik sem kemur saman til æfinga 17. -20. nóvember. Fyrr í mánuðinum voru valdir tveir hópar með ríflega 20 stúlkum í hvorum og er Ingibjörg Ösp í öðrum þeirra. Ingibjörg Ösp, sem varð 15 ára í sumar, á íslenska foreldra en hefur búið í Noregi nær alla sína ævi. Hún æfir með Elverum HB og hefur sýnt ótvíræða hæfileika á handknattleiksvellinum.


Þjálfarar U16 ára landsliðs kvenna eru Gro Hammerseng-Edin og Ane Victoria Mällberg. Hammerseng var ein allra besta handknattleikskona heims á fyrsta áratug aldarinnar og inn á þann annan.


Faðir Ingibjargar Aspar er er Axel Stefánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hér á landi. Axel er nú annar þjálfari kvennaliðs Storhamar sem á m.a. sæti í Meistaradeild kvenna í vetur. Móðir Ingibjargar Aspar er Anna Brynja Smáradóttir. Sonur Önnu Brynju og Axels, Magnús Orri, leikur einnig handknattleik. Hann er eldri en Ingibjörg Ösp.


Eins og handbolti.is sagði frá í gær eru íslenskir bræður í æfingahópi U16 ára landsliðs Noregs sem einnig kemur saman til æfinga síðla í næstu viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -