- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR hafði betur gegn Víkingi og leikur um þriðja sætið

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍR leikur um þriðja sætið á Ragnarsmóti karla í handknattleik eftir að hafa lagt Víking, 39:37, í hröðum og fjörugum leik í Sethöllinni í kvöld.

Ekki verður ljóst fyrr en annað kvöld hvaða lið verður andstæðingur ÍR-inga um bronsverðlaunin á laugardag. Keppni í A-riðli lýkur á morgun. Víkingar leika um 5. sætið og Grótta sem vann báðar viðureignir sínar í B-riðli mótsins, þá síðari í gær, leikur um fyrsta sætið.

Í A-riðli eru lið ÍBV, KA og Selfoss.


Úrslitaleikirnir fara fram klukkan 12, 14 og 16 á laugardaginn í Sethöllinni.

ÍR-ingar voru með fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik gegn Víkingi, 18:13. Áfram var forskotið hjá ÍR í síðari hálfleik. Víkingar náðu að sauma að andstæðingum sínum á síðustu mínútunum og gátu minnkað muninn í eitt mark þegar hálf mínúta var eftir. Rökkvi Pacheco Steinunnarson markvörður ÍR taldi það ekki koma til greina og gerði sér lítið fyrir og varði úr opnu færi eftir hraðaupphlaup.

Ungur markvörður, Gísli Hrafn Valsson 16 ára, lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍR og stóð sig vel þann tíma sem hann fékk að spreyta sig.

Mikill efniviður er fyrir hendi hjá ÍR. M.a. voru tveir piltar frá félaginu í U17 ára landsliðinu í sumar á Opna Evrópumótinu og á Ólympíudögum æskunnar, Bernard Kristján Owusu Darkoh og Nathan Doku Helgi Asare.

Mörk ÍR: Bjarki Steinn Þórisson 8, Hrannar Ingi Jóhannsson 8, Viktor Freyr Viðarsson 8, Róbert Snær Örvarsson 6, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Bergþór Róbertsson 3, Andri Freyr Ármannsson 1, Egill Skorri Vigfússon 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 17, Gísli Hrafn Valsson 1.

Mörk Víkings: Arnar Steinn Arnarsson 6, Gunnar Valdimar Johnsen 6, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 5, Sigurður Páll Matthíasson 4, Agnar Ingi Rúnarsson 3, Igor Mrsulja 3, Jón Hjálmarsson 3, Styrmir Sigurðarson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 7, Daníel Andri Valtýsson 5.

Staðan og næstu leikir á Ragnarsmótinu.

Tengdar fréttir:
Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -