- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR ósigrað á toppnum – Afturelding læddist í þriðja sæti

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍR gerði sér lítið fyrir og tyllti sér á topp Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld með því að leggja Gróttu með sex marka mun, 26:20, í viðureign toppliða deildarinnar í Skógarseli. ÍR er þar með komið í efsta sæti með níu stig að loknum fimm leikjum. Grótta er stigi á eftir og hefur auk þess leikið einum leik meira. Þetta var um leið annað tap Gróttu í röð í deildinni.


ÍR-liðið, sem leikur undir stjórn Sólveigar Láru Kjærnested sem tók við þjálfun í sumar, er eina taplausa liðið í deildinni.


Staðan var jöfn í hálfleik í Skógarseli í kvöld, 11:11. Fram yfir miðjan síðari hálfleik benti fátt til öruggs sigurs ÍR-liðsins sem var marki yfir, 18:17, þegar leiktíminn í hálfleiknum var hálfnaður. Öruggur ÍR-sigur varð engu að síður raunin þegar upp var staðið, 26:20, enda skoraði Grótta aðeins þrjú mörk síðasta stundarfjórðunginn.


Mörk ÍR: Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 7, Karen Tinna Demian 6, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 5, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 11.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 5, Rut Bernódusdóttir 3, Guðrún Þorláksdóttir 3, Anna Katrín Stefánsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Margrét Björg Castillo 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 8, Tinna Húnbjörg 3.

Afturelding upp í þriðja sæti


Aftureldingarliðið læðist upp stigatöfluna í Grill 66-deildinni og er nú komið í þriðja sæti með sjö stig eftir fimm leiki, aðeins stigi á eftir Gróttu sem hefur leikið einum leik fleira. Afturelding vann stórsigur á neðsta liði Grill 66-deildar, Val U, 41:22, á Varmá eftir að hafa verið 11 mörkum yfir í hálfleik, 20:9.


Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 9, Sylvía Björt Blöndal 8, Anna Katrín Bjarkadóttir 5, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Drífa Garðarsdóttir 5, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Mina Mandic 6, Tanja Glóey Þrastardóttir 4, Rebecca Fredrika Adolfsson 2.

Mörk Vals U.: Guðrún Hekla Traustadóttir 9, Berglind Gunnarsdóttir 5, Eva Sóldís Jónsdóttir 2, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Karlotta Óskarsdóttir 1, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 1, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 11, Anna Karólína Ingadóttir 2.

Staðan í Grill 66-deild kvenna:

ÍR5410140 – 989
Grótta6402171 – 1478
Afturelding5311143 – 1187
FH5302126 – 1266
Víkingur5203135 – 1354
Fram U4202110 – 1094
Fjölnir/Fylkir420293 – 1044
HK U5104125 – 1682
Valur U5005110 – 1480
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -